Útlánatölur og fleiri tölur fyrir árið 2012
Nú hefur verið unnið úr tölfræði fyrir síðastliðið ár og við birtum hér helstu niðurstöður, okkur öllum til gagns og gamans. Áhugaverðast má kannski segja að gestir okkar árið 2012 voru 113.219 talsins og má þar merkja örlitla fækkun milli ára eða 4%. Útlán voru samtals 201.327 eintök þar af var meirihlutinn bækur. Hér má einnig sjá nokkra fækkun eða um 7%.
Þessar tölur eru í samræmi við sambærilegar tölur frá öðrum almenningsbókasöfnum bæði hérlendis og erlendis.
15.03.2013 - 14:09
Lestrar 856