Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Gömul tímarit eru fjársjóður!

Myndun blaða og tímarita hætt

Síðan árið 2007 hefur verið unnið að myndun blaða og tímarita á Amtsbókasafninu í samvinnu við Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn. Nú um áramótin var þessu verkefni hætt vegna fjárskorts og verður myndunarstöðin tekin niður. Þegar mest var voru myndaðar allt að 30.000 síður hvern mánuð og þær síðan birtar á vefnum www.timarit.is sem við hvetjum alla til að kynna sér og nota. Við viljum þakka þeim Jónu Kristínu Einarsdóttur og Öldu Ósk Jónsdóttur sem lengst og mest unnu við myndunina og Landsbókasafni fyrir samvinnuna.
Lesa fréttina Myndun blaða og tímarita hætt
Hver er sinnar gæfu smiður...

100 sjálfshjálparbækur í Hofi

Nú er komið að því að hefja nýtt ár með stæl! Í janúar er þemað í bókahillunni í Hofi; Sjálfshjálparbækur og áramótaheit. Flestir þrá að vera í fínu formi og við góða heilsu og margir strengja heilsutengd áramótaheit. Allir fara vel af stað en sumir eiga erfitt með að halda lengi út...
Lesa fréttina 100 sjálfshjálparbækur í Hofi
Svo má bók lyfta að vit sé í :-)

Bókapressan

Flestir þrá að vera í fínu formi og við góða heilsu og margir strengja heilsutengd áramótaheit. Allir fara vel af stað en sumir eiga erfitt með að finna líkamsrækt sem hentar. Ef við höfum ekki gaman af ræktinni er áhuginn fljótur að hverfa og við hættum að nenna. Líkams- og heilsurækt getur verið af ýmsum toga og um að gera að finna það sem er skemmtilegt. Við eigum bækur um íþróttir og heilsurækt í tonnatali og fannst við hæfi að vekja athygli á þeim núna í byrjun árs. Við lærum kannski ekki líkamsrækt af bókum en það getur verið góður stuðningur í góðum leiðbeiningum. Kíktu við og fáðu bók um heilsurækt sem þér finnst spennandi - Og svo má auðvitað grípa í bókapressuna :-)
Lesa fréttina Bókapressan
Gleðilegt ár!

Áramótakveðja frá starfsfólki Amtsbókasafnsins

Starfsfólk Amtsbókasafnsins óskar viðskiptavinum sínum alls hins besta á nýju ári og þakkar góðar stundir á árinu sem er að líða - Laugardaginn 29. desember er opið kl. 11:00-16:00 en 30. og 31. desember verður lokað og einnig á nýársdag. Miðvikudaginn 2. janúar mætum við hress og kát eftir áramótin og verðum með opið eins og venjulega kl. 10:00-19:00 - Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa fréttina Áramótakveðja frá starfsfólki Amtsbókasafnsins
Nokkrar góðar fyrir jólin

Við lesum

Meðal starfsfólks Amtsbókasafnsins eru margir öflugir bókaormar sem hafa verið að smakka á nýju efni nú fyrir jólin. Eins og gengur er fólk misánægt með jólabækurnar en það er greinilegt að það er ýmislegt vel þess virði að lesa. Bókaormarnir okkar nefndu m.a. Boxarann, Undantekninguna, Suðurgluggann, Orrustuna um fold, Reykjavíkurnætur, Ósjálfrátt, Það var ekki ég, Íslendingablokk, Appelsínur frá Abkasíu, Húsið, Fyrir Lísu, Hina ótrúlegu pýlagrímsgöngu Harolds Fry, Krúnuleikana, Mensalder, Eldhús ömmu Rún, Randalín og Munda og Kattasamsærið.
Lesa fréttina Við lesum
Gleðileg jól!

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir hátíðirnar

22. desember – 11:00-16:00 23. desember – Lokað 24. desember – Lokað 25. desember – Lokað 26. desember – Lokað 27. desember – 10:00-19:00 28. desember – 10:00-19:00 29. desember – 11:00-16:00 30. desember – Lokað 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – 10:00-19:00
Lesa fréttina Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir hátíðirnar
Amtsbókasafnið á Akureyri

Tilnefndar og títtnefndar bækur

Nú er okkar árlega jólabókaflóð í hámarki og bókafólk keppist við að lesa og gagnrýna þær bækur sem streyma á markað. Sumar bækur fá meiri athygli en aðrar og nokkrar fá bæði tilnefningar og verðlaun. Hér höfum við tekið saman þær bækur sem nýverið hafa fengið viðurkenningar frá starfsfólki bókaverslana og verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna, íslensku þýðingarverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, Norrænu barnabókaverðlaunanna og bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Lesa fréttina Tilnefndar og títtnefndar bækur
Leitir.is

Leitir.is

Vefurinn Leitir.is hefur verið uppfærður og endurbættur. Helstu nýjungar eru: Nýtt farsímaviðmót, fleiri möguleikar við að afmarka leitir, facebook-„like“ hnappur við hverja færslu, árvekniþjónusta og vistun leita. Við hvetjum lánþega okkar til að fara í leitir og prófa þjónustuna sem þar er í boði.
Lesa fréttina Leitir.is
Metsölubækur

Metsölubækur í Hofi

Í desember stillum við upp metsölubókum frá aldamótum í bókahilluna í Hofi. Stuðst er við metsölulista bókaverslana frá 2000-2009 sem yfirleitt eru birtir um hver áramót. - Þar má finna bæði skáldrit og fræðirit sem mörg eru enn í fersku minni en önnur virðast fallin í gleymskunnar dá. Nú gefst tækifæri til að rifja upp kynni við gamla metsöluhöfunda og sjá hverjir enn eru að skrifa metsölubækur!
Lesa fréttina Metsölubækur í Hofi
Af alúð bæ mótið...

Afmæliskveðjur til Akureyrar

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar hafa einstaklingar, fyrirtæki, félög, hópar og samtök sent afmælisbænum kveðjur. Margar þeirra eru gerðar af frumleika og listfengi og því við hæfi að setja upp sýningu með öllum þessum skemmtilegu afmæliskveðjum. Enn er opið fyrir kveðjur og því ekki of seint að vera með í sögulegri sýningu á afmæliskortum sem opnuð verður þriðjudaginn 4. desember kl. 17:00
Lesa fréttina Afmæliskveðjur til Akureyrar
16 dagar

Heimilisfriður - Heimsfriður

Málþing um heimilisofbeldi á vegum Jafnréttisstofu verður á Amtsbókasafninu, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:00. Þann 25. nóvember verður 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 21. sinn út um allan heim. Átakið beinist að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra. Yfirskrift átaksins á Íslandi er Heimilisfriður-Heimsfriður og áhersla lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir heimilisofbeldi sem er mjög falið vandamál í okkar samfélagi. Borgarar eru hvattir til að virða sjálfsögð réttindi allra til öryggis og vellíðunar á þeim griðastað sem heimilið á að vera og viðurkenna að heimilisofbeldi er aldrei einkamál.
Lesa fréttina Heimilisfriður - Heimsfriður