"MILLI ÞESS AÐ KOMAST YFIR OG LIFA VIÐ LIGGUR HUNDURINN GRAFINN."
Steinunn Sigurðardóttir fjallar um skáldsögur sínar Jójó og Fyrir Lísu í ljósi nýrra afhjúpana um barnaníð
á Íslandi, í Hofi fimmtudaginn 14. mars kl 17:00.
Steinunn fjallaði í fyrri viku um þetta efni á fjölsóttum fyrirlestri á Háskólatorgi í Reykjavík.
Um leið og Steinunn Sigurðardóttir fer yfir sköpunarsögu skáldsaganna tveggja, kemur hún einnig inn á tengslin við íslenskan veruleika og
nýlegar afhjúpanir um kynferðisbrot, gegn drengjum sérstaklega.
Hvaða erindi eiga tveir Berlínarbúar, þýskur geislalæknir og franskur róni, sem aðalpersónur í íslenska
skáldsögu? Hvernig datt Steinunni Sigurðardóttur í hug - eftir að hafa sent frá sér Reykjavíkurskáldsögur með ívafi
ljóða eins og Tímaþjófinn og Sólskinshest, íslenska ferðasögu fjögurra kvenna, eins og Hjartastað - að fjalla um sameiginlega
lífsreynslu og vináttu Martins læknis og Martins róna í Berlín? En þeir reynast vera þjáningarbræður sem glíma
báðir við afleiðingar af því að hafa verið gert mein þegar þeir voru börn.
![]() |
![]() |
Steinunn Sigurðardóttir á að baki langan og glæsilegan höfundarferil, en fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sífellur, kom út
1969. Nýjasta ljóðabók hennar, Ástarljóð af landi, var þýdd á þýsku og frönsku og ljóð eftir hana
hafa birst í tímaritum og safnbókum á mörgum tungumálum, nú síðast á japönsku.