ÁRSHÁTÍÐ STARFSFÓLKS AKUREYRARBÆJAR 2012
Kæra samstarfsfólk. Þá er árshátíðin alveg að bresta á en hún verður haldin með pompi og prakt í íþróttahöllinni laugardagskvöldið 3. mars ef einhver hefur gleymt því. Húsið opnar kl. 19:00 og munið að mæta tímanlega. Borðhald hefst síðan kl. 20:00 með þriggja rétta veislu frá Bautanum. Hljómsveitirnar Hvanndalsbræður og Einn&sjötíu leika fyrir dansi og veislustjóri verður Hildur Eir Bolladóttir. Frábær skemmtiatriði í boði og aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar.
27.02.2012 - 12:36
Lestrar 488