Freyvangsleikhúsið frumsýnir Himnaríki, geðklofinn gamanleik eftir Árna Ibsen, í félagsheimilinu Freyvangi í Eyjafjarðarsveit
17.febrúar nk. Verkið er í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar og segir frá þremur pörum á
þrítugsaldri sem hittast í sumarbústað til að skemmta sér ærlega saman en gamanið fer að kárna þegar líða tekur
á nóttina. Eldri sambönd eru dregin fram í dagsljósið, ástarflækjur gamlar og nýjar og ýmiskonar misskilningur gerir þetta að
bráðskemmtilegum gamanleik sem enginn verður svikinn af að sjá.
Í tilefni þessa býður leikhúsið upp á hópafslátt til fyrirtækja/starfsmannahópa/félaga. Hægt að panta
miða í síma 857-5598 alla daga milli kl.17 – 19, einnig er hægt að panta í gegnum heimasíðuna, freyvangur.net og
hafa samband í netfangið: freyvangur@gmail.com.
Frá árinu 1957 hefur leikstarfsemi í Freyvangi verið nær óslitin. Leikhúsið efur átt góðu fylgi að fagna undanfarin
ár og sýningar vakið verðskuldaða athygli. Til dæmis var uppfærsla á Góði dátinn, Svejk valin athyglisverðasta
áhugaleiksýningin á síðasta ári og er það í fjórða skiptið sem Freyvangsleikhúsinu hlotnast sá heiður.