Starfsfólki Akureyrarbæjar gefst kostur á að kaupa vetrarkort í Hlíðarfjalli á sama afslætti og Fjórir saman.
Nánari upplýsingar:
- Framvísa þarf hausnum af launaseðli í afgreiðslunni í Hlíðarfjalli (ekki eldri en þriggja mánaða gamall) og ganga frá
greiðslu í leiðinni.
- Starfsfólk bæjarins getur keypt vetrarkort fyrir sig sjálft og einnig fyrir maka.
- Þeir sem eiga lykilkort og vilja nota þau áfram verða að koma með þau með sér þannig að hægt sé að hlaða inn
á nýju korti.
- Þeir sem ekki eiga lykilkort geta keypt slík í Híðarfjalli
Vetrarkortið kostar 31.500.
Á heimasíðunni www.hlidarfjall.is eru uppfærðar upplýsingar daglega um veður og vinda.
Munið skíðakennsluna: Hóptímar/Einkatímar með fagfólki í greininni. Kennslu er hægt að panta með stuttum fyrirvara.
ATH! að hægt er að nýta íþróttastyrki stéttarfélaganna til kaupa á vetrarkorti