Lokað verður hjá Starfsmannaþjónustunni 26. og 27. nóvember vegna útborgunar.
Föstudaginn 29. nóvember verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00-16:00.
Árbók sveitarfélaga 2014 sem kom út í byrjun október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2013. Einnig eru birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis önnur atriði sem varða sveitarfélögin og rekstur þeirra sem gagnlegt er að hafa samandregnar á einum stað.
Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi verður ljósaganga frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. nóvember klukkan 17:00. Í göngulok verður kvikmyndin Girl rising sýnd í Sambíóinu. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar Aflinu - samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Lokað verður hjá Starfsmannaþjónustunni í dag þriðjudaginn 4. nóvember.
Á morgun miðvikudaginn 5. nóvember verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00-16:00.
Veffréttabréf fræðslusetursins Starfsmennt fyrir nóvember 2014 er komið út. Starfsmenn í stéttarfélaginu Kili og í SFR geta sótt námskeið hjá Starfsmennt sér að kostnaðarlausu.
Athugið að uppsöfnun frá áramótum kemur ekki rétt fram á launaseðlum á vefnum www.eg.akureyri.is. Unnið er að leiðréttingu sem mun koma inn eftir helgina.
Miðvikudaginn 22. október stóð Heilsuráð Akureyrarbæjar fyrir fyrirlestrinum Allt að vinna engu að tapa þar sem Sonja Sif Jóhannsdóttir, master í íþrótta- og heilsufræðum fjallaði um mikilvægi góðrar næringar sem grunn að góðri heilsu.