Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Bóndadagur er bókadagur!

Opnum kl. 13:00 á Bóndadag!

Vinsamlegast athugið að Amtsbókasafnið verður lokað milli klukkan 10:00 og 13:00 föstudaginn 24. janúar, Bóndadag, vegna námskeiðs starfsfólks. Við bendum á að hægt verður að skila í sjálfsafgreiðsluvélum milli klukkan 10:00 og 13:00. Opnum kl. 13:00! Starfsfólk Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Opnum kl. 13:00 á Bóndadag!
Amtsbókasafnið á Akureyri

Laust pláss í notendaráð Amtsbókasafnsins

Undanfarin ár hefur notendaráð starfað við Amtsbókasafnið. Það hittist annan hvern mánuð og ræðir um málefni safnsins, hvað er gott og hvað má betur fara. Nú vantar okkur ungan fulltrúa í stað eins ráðsmeðlims sem fór í nám í Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband með tölvupósti á netfangið bokasafn@akureyri.is. Við erum að leita að einstaklingi á aldrinum 17 til 25 ára.
Lesa fréttina Laust pláss í notendaráð Amtsbókasafnsins
Herdís ánægð með Sögubókina :-)

Bókagjöf

Í dag heimsótti okkur hópur barna af Leikskólanum Krógabóli og tóku með sér gjöf til safnsinss. Þau færðu okkur sögubók sem þau hafa sjálf samið og myndskreytt!
Lesa fréttina Bókagjöf
Við mælum með bókum!

Árið í tölum og prósentum

Það er góður siður í byrjun árs að skoða tölfræði þess nýliðna og sjá hvernig starfsemin hefur gengið. Gestafjöldinn fór vel yfir 100 þúsund á árinu og Akureyringar eru duglegir að nota bókasafnið sitt.
Lesa fréttina Árið í tölum og prósentum
Lesung mit Gabriele Schneider // Fyrirlestur með Gabriele Schneider

Lesung mit Gabriele Schneider // Fyrirlestur með Gabriele Schneider

Spannend, lustig, auch mal nachdenklich: am 13. Januar 2014 um 17.30 Uhr kommt die Autorin Gabriele Schneider im Amtsbókasafn á Akureyri zu Besuch! // Þýski höfundurinn Gabriele Schneider kemur í heimsókn á Amtsbókasafnið á Akureyri mánudaginn 13. janúar kl. 17.30 – 18.30 og hún ætlar að lesa smásögurnar sínar á þýsku.
Lesa fréttina Lesung mit Gabriele Schneider // Fyrirlestur með Gabriele Schneider
Lestur er bestur - Líka á sumrin!

Börn elska lestur

Sumarið 2012 voru hér á safninu tveir meistaranemar úr Háskólanum á Akureyri sem fylgdust með börnum í sumarlestri og könnuðu lestrarvenjur þeirra. Nemarnir voru undir verndarvæng Herdísar Önnu, barnabókavarðar, og var hún afar ánægð með samstarfið við þá. Aðspurð sagðist Herdís Anna vera ánægð með rannsóknina í heild. Hún sé afar gagnleg og veki athygli á sjónarmiðum barna varðandi lestur og líka á mikilvægi lestrarfyrirmynda fyrir börn.
Lesa fréttina Börn elska lestur

UNG SKÁLD AK 2013 - Úrslit

Í nóvember var haldin ritlistarsamkeppnin UNG SKÁLD AK 2013 - Alls bárust 39 verk í samkeppnina og við birtum hér flest þeirra með góðfúslegu leyfi höfunda. UNG SKÁLD AK 2013 er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Amtsbókasafnsins, Hússins upplýsinga- og menningarmiðstöðvar, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri og er styrkt af Menningarráði Eyþings.
Lesa fréttina UNG SKÁLD AK 2013 - Úrslit
Gleðilegt ár!

Gleðilegt og gæfuríkt 2014!

Gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár til ykkar gott fólk! Þúsund þakkir fyrir öll gömul og góð - Við erum mætt á okkar stað og tökum vel á móti ykkur kl. 10:00 - Hlökkum til að sjá ykkur - Starfsfólk Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Gleðilegt og gæfuríkt 2014!
16 daga átakið

16 daga átakið

Laugardag 7. desember kl. 14 verður upplestur á Amtsbókasafninu vegna 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Einnig hefst Bréfmaraþon Amnesty kl. 14 á Amtsbókasafninu, Bláu könnunni og Eymundsson. Dagskrána má skoða hérna.
Lesa fréttina 16 daga átakið
Jólin, jólin...

Jólin á síðustu öld

Jólasýning Amtsbókasafnis þetta árið samanstendur af gömlum jólatímaritum, auglýsingum, jólakortum og fl. sem Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið eiga í geymslum sínum. Munirnir á sýningunni eru frá því um 1900 til 1960 og gefa innsýn inn í jólaandan á fyrri hluta síðustu aldar.
Lesa fréttina Jólin á síðustu öld
Það skelfur

Það skelfur!

Það skelfur á Amtsbókasafninu fimmtudaginn 5. desember kl. 16:30 til 17:30. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur kynnir endurminningabók sína.
Lesa fréttina Það skelfur!