Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Bók bókanna

Bók bókanna

Í apríl sýnum við nokkra dýrgripi úr innstu geymslum safnsins.
Lesa fréttina Bók bókanna
Tækni í tímans rás

Tækni í Hofi

Hvar værum við án tækninnar? Nýjasta tækni og vísindi byggja á rannsóknum og þróun í gegnum tíðina. Allt okkar daglega líf tengist tækni og vísindum og líklega gætum við ekki án nútímatækni verið. Hvort sem það eru stórvirkar vélar eða fíngerður hugbúnaður erum við háð öllum þeim þægindum og möguleikum sem tæknin lætur okkur í té.
Lesa fréttina Tækni í Hofi
Viðbyggingin 10 ára!

10 ára vígsluafmæli viðbyggingar

Fimmtudaginn 6. mars 2014 eru tíu ár liðin frá því að viðbygging við Amtsbókasafnið á Akureyri var formlega opnuð. Af því tilefni bjóðum við bæjarbúa og aðra velkomna í heimsókn og allir gestir fá eitthvað góðgæti.
Lesa fréttina 10 ára vígsluafmæli viðbyggingar
100 hönnunarbækur í Hofi

Hönnun í Hofi

Hönnun er alstaðar! Hugtakið liggur svo að segja í loftinu og af því virðist stafa eins konar ljóma. Hönnun er viðurkenndur hluti menningarsögunnar og það þykir sjálfsagt að fólk þekki sígilda nútímahönnun eins og listir. Flest allt í umhverfi okkar er meira eða minna hannað og góð hönnun er þegar tekist hefur að sameina fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi vöru eða þjónustu.
Lesa fréttina Hönnun í Hofi
Ljóðaþvottur í mars

Ljóðaþvottur

Í mars opnum við sýninguna Ljóðaþvottur. Sýningin er hluti af pólsk-íslenska ljóðaverkefninu ORT. Sýningin er í formi ljóðarka, veggspjalda sem brjóta má saman og sundur. Ljóðarkirnar virka því í raun bæði sem ljóðabækur og ljóðmyndir.
Lesa fréttina Ljóðaþvottur
Frá sýningu Guðlaugs Arasonar 2013

Láttu sjá þig á bókasafninu!

Við bjóðum fjölnota sýningaraðstöðu sem hentar fyrir myndlist, tónlist og viðburði af ýmsu tagi. Allir geta haldið sýningu á bókasafninu, endurgjaldslaust! Listafólk á öllum aldri, með skemmtilegar hugmyndir á erindi til okkar og við gerum okkar besta í að finna góða lausn á uppsetningu.
Lesa fréttina Láttu sjá þig á bókasafninu!
Akureyri

Brot af Akureyri - Grafísk list

Ania Litvintseva, grafískur hönnuður frá Rússlandi er nú með sýningu á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hér sýnir hún teikingar og önnur verk sem hún hefur unnið hér á Akureyri. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins og stendur út febrúar.
Lesa fréttina Brot af Akureyri - Grafísk list
Kvikmyndadeild Amtsbókasafnsins

Kvikmyndadeild Amtsbókasafnsins

Kvikmyndadeild Amtsbókasafnsins státar af einu fjölbreyttasta úrvali mynddiska safna og leiga á landinu. - Meiriháttar úrval mynddiska frá tugum landa . . . Í kringum 3500 mynddiskar ... margfaldað með meðallengd ... hmm, já ... það tæki þig um 270 daga að horfa á allt efnið frá okkur. - Best að byrja strax í gær!
Lesa fréttina Kvikmyndadeild Amtsbókasafnsins
Sólarmegin

100 ævisögur í Hofi

Enginn veit sína ævina... Í febrúar er þemað; Ævisögur Íslendinga á 20. öld. Hér höfum við valið æviminningar yfir 100 Íslendinga. Titlar og umfang bókanna gefa til kynna hve fjölbreytilegur þessi hópur er og hve margt hefur á daga þessa fólks drifið. Ævisögur spegla gjarnan lífskjör og tíðaranda í nútíð og fortíð og gefa lesendum tækifæri á að lifa sig inn í líf og störf þeirra einstaklinga sem fyrir margra hluta sakir eru eftirminnilegir.
Lesa fréttina 100 ævisögur í Hofi
Tímarit á tíkall!

Tímarit á tíkall

ATH -ATH - OFURTILBOÐ Á BÓKAMARKAÐI!!! Allar bækur á 50 krónur - Öll tímarit á tíkall! ATH - Gildir einungis í dag, síðasti séns að gera góð kaup!
Lesa fréttina Tímarit á tíkall
Bókamarkaðurinn sívinsæli :-)

Bókamarkaður

Bókamarkaðinn okkar hefur heldur betur slegið í gegn og úrvalið er enn ótrúlegt! Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér gersemar af markaðsborðinu, en lokadagurinn er fimmtudagurinn 30. janúar! Við erum sannfærð um að hér finna grúskarar og bókaormar eitt og annað við sitt hæfi - Hlökkum til að sjá ykkur :-)
Lesa fréttina Bókamarkaður