Gegnir uppfærður
Mánudaginn 19. maí verður tölvukerfið Gegnir sem við notum til að skrá útlán óvirkt vegna uppfærslu á hugbúnaði.
Uppfærslan stendur yfir fram á fimmtudagsmorgunn.
Á meðan á þessu stendur verður ekki hægt að fá lánaðar bækur sem verið er að skila, en að öðru leyti reynum við að láta gesti okkar verða sem minnst vara við þessa vinnu.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott - Vegna uppfærslunnar á bókasafnskerfinu okkar verður hægt að fá DVD-myndir lánaðar sem ekki þarf að skila fyrr en 23. maí :-)
19.05.2014 - 18:16
Lestrar 820