Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Amtsbókasafnið á Akureyri

Gegnir uppfærður

Mánudaginn 19. maí verður tölvukerfið Gegnir sem við notum til að skrá útlán óvirkt vegna uppfærslu á hugbúnaði. Uppfærslan stendur yfir fram á fimmtudagsmorgunn. Á meðan á þessu stendur verður ekki hægt að fá lánaðar bækur sem verið er að skila, en að öðru leyti reynum við að láta gesti okkar verða sem minnst vara við þessa vinnu. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott - Vegna uppfærslunnar á bókasafnskerfinu okkar verður hægt að fá DVD-myndir lánaðar sem ekki þarf að skila fyrr en 23. maí :-)
Lesa fréttina Gegnir uppfærður
Síðasta sögustundin 15. maí kl. 16:15

Skemmtilegt er myrkrið - Síðasta sögustund fyrir sumarfrí

Leikfélag Akureyrar ætlar að sýna okkur leikritið Skemmtilegt er myrkrið innblásturinn er fenginn úr hinum ýmsu þjóð- og draugasögum. Sagan segir af Jóni smala sem í leit sinni að týndu fé lendir í klóm tröllkvenna nokkurra sem fanga hann í helli sínum. Ingibjörg Huld Haraldsdóttir leikstýrir, Helga Mjöll Oddsdóttir sér um leikmynd og búninga, Þóroddur Ingvarsson hannar hljóð og ljós. Í starfsnámi frá leikhúsinu Baggårdteatret í Svendborg er David Enghuus tæknimaður og sér hann um tæknilegar hliðar sýningarinnar. Leikarar eru: Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Hilmir Jensson.
Lesa fréttina Skemmtilegt er myrkrið - Síðasta sögustund fyrir sumarfrí
Hetjur teiknimyndasagnanna eru margbrotnar...

Svo miklu meira en Andrés önd!

Teiknimyndasögur eru listform sem felst í því að segja sögu í myndum sem raðað er upp í ákveðna röð. Öll þekkjum við Andrés önd en teiknimyndasögur eru mun fremur bókmenntagrein sem ætluð er fullorðnum lesendum og löng hefð fyrir útgáfu þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum. Hér á Amtsbókasafninu er rekin öflug teiknimyndasögudeild með áherslu á fjölbreyttar teiknimyndasögur frá ýmsum heimshornum.
Lesa fréttina Svo miklu meira en Andrés önd!
Bókaskrín

Bókaskrín

Gamlar bækur fá nýtt og skemmtilegt hlutverk. Sölusýning á fallegum bókaskrínum sem unnin eru af Ingu Völu Birgisdóttur.
Lesa fréttina Bókaskrín
Lokað milli kl. 10:00 og 13:00, 8. maí

Opnum kl. 13:00 fimmtudaginn 8. maí

Vinsamlegast athugið að Amtsbókasafnið verður lokað milli klukkan 10:00 og 13:00 fimmtudaginn 8. maí vegna námskeiðs starfsfólks. Safnið opnar aftur klukkan 13:00 Við bendum á að hægt verður að skila í sjálfsafgreiðsluvélum milli klukkan 10:00 og 13:00
Lesa fréttina Opnum kl. 13:00 fimmtudaginn 8. maí
Bókband í Hofi

Eyfirski safnadagurinn

Amtsbókasafnið tekur þátt í Eyfirska safnadeginum, 3. maí 2014. Í Hofi eru ásamt öðru, fallega innbundnar bækur sem dæmi um það handverk sem best tengist bókum og bókasöfnum. Á Amtsbókasafninu opnar sýningin Bókaskrín – gamlar bækur með nýtt hlutverk. Þar sýnir Inga Vala Birgisdóttir Bókaskrín sem hún hefur unnið úr gömlum bókum og gætt þær nýju lífi. Bókaskrínin eru til sýnis og sölu alla maímánuð.
Lesa fréttina Eyfirski safnadagurinn
Njótið dagsins!

Lokað 1. maí

1. maí er rauður dagur og því lokað hér eins og vera ber. Opnum aftur kl. 10:00 á föstudaginn. Njótið dagsins!
Lesa fréttina Lokað 1. maí
Amtsbókasafnið 187 ára í dag!

Við erum 187 ára í dag :-)

Í dag eru liðin 187 ár síðan Amtsbókasafnið var stofnað. Þetta er hinn eiginlegi afmælisdagur safnsins og við óskum bæjarbúum öllum til hamingju með daginn! Þrátt fyrir háan aldur er safnið ungt í anda og þrátt fyrir að vera elsta stofnun Akureyrarbæjar er hún bæði ern og spræk :-)
Lesa fréttina Við erum 187 ára í dag :-)
Gleðilegt sumar!

Sumar, sumar, sumar og sól :-)

Við höfum lokað á sumardaginn fyrsta en opnum aftur á föstudaginn kl. 10:00. Óskum ykkur sólríks sumars og þökkum fyrir góðan vetur!
Lesa fréttina Sumar, sumar, sumar og sól :-)
Lesum og lærum!

Lessalur og opið net

Lestrarsalur safnsins er á 2. hæð og er hann opinn frá klukkan 10:00-19:00 alla virka daga og klukkan 11:00-16:00 á laugardögum. Á lestrarsal eru lesbásar og borð til afnota fyrir gesti og opinn aðgangur að þráðlausu neti.
Lesa fréttina Lessalur og opið net
Gleðilega páska!

Páskar 2014

Við lokum aðeins yfir páskana þ.e. frá 17. apríl - 21. apríl. Opnum síðan venju samkvæmt þriðjudaginn 22. apríl kl. 10:00 - Gleðilega páska!
Lesa fréttina Páskar 2014