Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Opið á laugardögum í vetur!

Afgreiðslutími í vetur

Nú styttist í að vetraraafgreiðslutíminn taki gildi hjá okkur eða frá og með 16. september. Áfram verður opið kl. 10:00-19:00 virka daga en við bætist laugardagsopnun kl. 11:00-16:00. Lokað verður á sunnudögum.
Lesa fréttina Afgreiðslutími í vetur
Lestur er bestur - Líka í tjaldi!

Alþjóðadagur læsis 8. september 2014

Frá árinu 1965 hefur UNESCO Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna tileinkað 8. september málefnum læsis. Af því tilefni verður sett upp „Lestrartjald“ hjá okkur í barnadeildinni á Amtsbókasafninu. Þar er öllum börnum boðið að skríða inn í tjald, fá teppi, kodda og bók svo allir geti átt notalega lestrarstund saman. Fáðu þér bók og kúrðu í tjaldi en ekki í spjaldi....:-) Hlökkum til að sjá ykkur á milli 10:00 og 19:00!
Lesa fréttina Alþjóðadagur læsis 8. september 2014
Þar fór góður biti...

Matur er mannsins megin

100 Matreiðslubækur í Hofi. Bókahillan hefur verið fyllt af nýjum bókum og í september er þemað matur og matargerð. Matur er okkur flestum hugleikinn og matargerð og uppskriftir heilla margan manninn. Málshættir og orðtök sem tengjast mat á einhvern hátt eru óteljandi og hér er nokkur dæmi: Best er það kjöt, sem beini er næst - Betri er lítill fiskur en tómur diskur - Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið - Fleira má bíta en feita steik - Gleymt er þá gleypt er - Oft er kám á kokks nefi - Það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni!
Lesa fréttina Matur er mannsins megin
Akureyrarvaka 30. ágúst!

Akureyrarvaka á Amtinu

Akureyrarvaka er haldin ár hvert, síðasta laugardag í ágúst. Í ár er hún laugardaginn 30. ágúst og við tökum að sjálfsögðu þátt í gleðinni og verðum með þrjá dagskrárliði.
Lesa fréttina Akureyrarvaka á Amtinu
Gamalt dót er ekki bara gamalt dót...

Endurnýting

Þegar hlutir hafa lokið hlutverki sínu er hægt að skapa þeim nýjan tilgang með hugkvæmni og listfengi. Á Amtsbókasafninu hefur verið sett um sýning þar sem fimm konur sýna hvernig gamlir hlutir, gömul föt og jafnvel skyndibitaumbúðir geta breyst í listaverk eða nytjahluti. Hér er bæði endurunnið og endurhannað!
Lesa fréttina Endurnýting
Við göngum svo léttir í lundu...

Eitt sinn skáti - ávallt skáti

Í tengslum við Landsmót skáta sem haldið verður að Hömrum dagana 20.-27. júlí 2014 hefur verið sett upp sýning á munum tengdum skátastarfi á Akureyri.
Lesa fréttina Eitt sinn skáti - ávallt skáti
Ísland - fagurt og frítt!

Íslandsbækur í Hofi

Í sumar er þemað; Ísland – fagurt og frítt. Land elds og ísa, land fjalla og engja, land birtu og myrkurs. Landið sem getur verið mjúkt eins og mosi eða hrjúft eins og úfið hraun. Andstæður, fjölbreytileiki og litadýrð einkenna ljósmyndabækur um Ísland og myndefnin eru óþrjótandi. Skoðið og njótið!
Lesa fréttina Íslandsbækur í Hofi
Lestur er bestur - Líka á sumrin :-)

Sumarlestur 10. - 26. júní

Lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk Í samstarfi Amtsbókasafnsins á Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri Þrjú námskeið eru í boði – Skráning hefst 26. maí!
Lesa fréttina Sumarlestur 10. - 26. júní
Sænskir dagar á Amtsbókasafninu

Frá Lindgren til Läckberg – Sænskir höfundar sem litað hafa líf okkar

Við þekkjum Einar Áskel og Línu langsokk, Joona Linna og Rebecku Martinsson, Martin Beck og Lisbeth Salander, Kurt Wallander og Sögu Norén og svo mætti lengi telja. Allar þessar persónur og fleiri til fæddust í Svíþjóð og eiga sinn stað í hugum okkar flestra. Eins og góðum sögupersónum sæmir standa þær okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og okkur finnst við þekkja þær persónulega. Best af öllu er að við getum rifjað upp kynni okkar við þær hvenær sem er því að allar eru þær aðgengilegar í máli og/eða myndum hér á Amtsbókasafninu á Akureyri.
Lesa fréttina Frá Lindgren til Läckberg – Sænskir höfundar sem litað hafa líf okkar
Álfar og drekar

Álfar og drekar

Álfar og drekar - Þrívíð verk og grafík - Ímyndum okkur fallegt, friðsælt land þar sem álfar og menn búa saman í sátt og samlyndi. En dag einn birtast drekar...
Lesa fréttina Álfar og drekar
Sumarið er tíminn!

Afgreiðslutími í sumar

Með hækkandi sól skerðist afgreiðslutíminn hjá okkur örlítið. Aðalbreytingin eins og fyrri ár er sú að lokað verður á laugardögum. Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins á Akureyri frá 16. maí - 15. september er því svona: Mánudagar: 10:00-19:00 Þriðjudagar: 10:00-19:00 Miðvikudagar: 10:00-19:00 Fimmtudagar: 10:00-19:00 Föstudagar: 10:00-19:00 Lokað laugardaga og sunnudaga Við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát á Amtsbókasafninu í sumar!
Lesa fréttina Afgreiðslutími í sumar