Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Vetrarundur í múmíndal fæst hjá okkur!

Gleðilegan vetur!

Alla jafna leggjast múmínálfarnir í dvala þegar vetur gengur í garð og vakna aftur þegar geislar vorsólarinnar ná að skína yfir Einmanafjöll og verma Múmíndalinn. En, eitt sinn vaknaði Múmínsnáðinn af værum blundi er skammt var liðið á vetur og uppgötvaði að dalurinn hans var fullur af lífi. Múmínkanna vetrarins er einmitt tileinkuð Vetrarundrum í Múmíndal og fæst hér hjá okkur :-)
Lesa fréttina Gleðilegan vetur!
Ráðgjafi óskast

Ráðgjafi óskast

Við Amtsbókasafnið á Akureyri er starfandi notendaráð. Það er skipað sex einstaklingum af báðum kynjum og á ýmsum aldri sem allir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á starfsemi bókasafnsins.
Lesa fréttina Ráðgjafi óskast
Tjáðu þig í texta!

Ung skáld AK 2014

Ertu ungskáld á Akureyri á aldrinum 16-25 ára? Taktu þá þátt í samkeppni um besta ritaða textann s.s. ljóð, sögur, leikrit og svo framvegis. Þrenn verðlaun í boði fyrir mestu snilldina! Síðasti skiladagur er föstudagurinn 1. nóvember.
Lesa fréttina Ung skáld AK 2014
Allir lesa!

Allir lesa hefst í dag!

Í dag, 17. október hefst landsleikur í lestri, Allir lesa!. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í liði eða liðum. Viðskiptavinir Amtsbókasafnsins eru hvattir til þess að ganga til liðs við Amtsbókasafnið á vefnum allirlesa.is. Amtsbókasafnið á Akureyri verður með ýmislegt í boði í tilefni lestrarlandsleiksins:
Lesa fréttina Allir lesa hefst í dag!
Fólkið í landinu

100 Íslendingabækur

Í október er þemað; Íslendingar - Íslendingar eru af öllum stærðum og gerðum og líklega eins misjafnir og þeir eru margir. Hér er samsafn bóka um fólkið, lífið og tilveruna á Íslandi fyrr og nú. Hér eru menn og málefni í ýmsu samhengi, ástir, örlög, afrek, strit og glens, svo eitthvað sé nefnt. Endilega lesið og fræðist um fólkið í landinu!
Lesa fréttina 100 Íslendingabækur
Ljósmyndasýning

Ljósmyndasýning

Hafnir eru staðir sem hlaðnir eru orku og bera vitni um ýmsar tæknilegar og efnahagslegar breytingar í gegnum aldirnar. Gamlar hafnarborgir bjóða upp á margs konar byggingarlag með króka og skúmaskot sem fela í sér leynda fegurð. Í niðurnýddri vörugeymslu eða á gamalli bryggju uppgötvar ljósmyndarinn óvænt, friðsæl og töfrandi myndefni.
Lesa fréttina Ljósmyndasýning
Lokað fimmtudag og föstudag.

Lokað fimmtudag og föstudag.

Lesa fréttina Lokað fimmtudag og föstudag.
Velkomin í sögustund á fimmtudaginn kl. 16:15!

Sögustund alla fimmtudaga kl. 16:15

Nú er sögustundin aftur komin í gang og er sem fyrr alltaf á fimmtudögum kl. 16:15 - Í september lesum við úr nýjum barnabókum og höfum gaman saman :-)
Lesa fréttina Sögustund alla fimmtudaga kl. 16:15
Bókamarkaðurinn hefst 4. september!

Bókamarkaðurinn í fullum gangi!

Gamlar bækur og nýlegar bækur - Bækur sem við höfum afskrifað eða vinir okkar hafa gefið safninu - Barnabækur - Unglingabækur - Fræðibækur - Allskonar bækur Úrvalið er mikið og alltaf má finna gullmola inni á milli!
Lesa fréttina Bókamarkaðurinn í fullum gangi!
Herra Skoppi :-)

Uppskeruhátíð Skoppað á bókasafnið er laugardaginn 20.sept. kl.14-15

Skoppað á bókasafnið - Sjáumst á laugardaginn kl. 14:00-15:00! Við hvetjum alla krakka sem tóku þátt í Skoppað á bókasafnið til þess að koma og hafa gaman saman! Hlökkum til að sjá ykkur :-)
Lesa fréttina Uppskeruhátíð Skoppað á bókasafnið er laugardaginn 20.sept. kl.14-15
Kroppurinn er kraftaverk

Fyrsta sögustund haustsins

FYRSTA SÖGUSTUNDIN HAUSTIÐ 2014 - Fimmtudaginn 18. september kl. 16:15 - Við lesum bókina Kroppurinn er kraftaverk
Lesa fréttina Fyrsta sögustund haustsins