Barnabókasetur stóð nú á dögunum fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum við Eyjafjörð. Alls bárust níu myndbönd í keppnina og voru vegleg verðlaun fyrir þau þrjú bestu.
Biblíufélagið á bókasafninu -
Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag landsins, stofnað 10. júlí árið 1815 og fagnar því 200 ára afmæli í ár.
Í tilefni afmælisársins mun Biblíufélagið bjóða upp á dagskrá í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri
laugardaginn 16. maí og hefst hún kl. 13:00 -
Við erum áskrifendur að öllum þeim dagblöðum sem gefin eru út á landinu. Öll eru þau aðgengileg á netinu og við getum nálgast þar greinar fyrir viðskiptavini okkar.
Einnig viljum við benda á að mikið af eldri dagblöðum og tímaritum eru opin og aðgengileg fyrir almenning á timarit.is.
Það er nú ekki hátt verðið á útlánum á mynddiskum hjá okkur (100, 200 og 400 kr.) en í mars og apríl ætlum við að gera betur. Já, við ætlum hreinlega að ...
Norræna félagið stendur fyrir spennandi fræðslukvöldi um Orkneyjar á Amtsbókasafninu 11. mars kl. 20:00 22:00.
Snillingarnir Jónas Helgason og Valdimar Gunnarsson munu fræða okkur um eyjarnar sem voru undir norrænni stjórn til ársins 1472.
Þeir munu einnig segja stuttlega frá fyrirhugaðri sumarferð til Orkneyja.
Í mars er þemað; Konur
Konur um konur frá konum til kvenna
Allar eins ólíkar eins og þær eru margar Fjölhæfar og fagrar fara þær um heiminn og láta til sín taka, hvort sem er á ritvellinum eða annarsstaðar.
Hér er úrval bóka sem konur hafa skrifað um konur og/eða fyrir konur. Umfjöllunarefnin eru af ýmsum toga en gefa smá hugmynd um úrval fræðibóka eftir konur sem nálgast má á Amtsbókasafninu.