Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Opið laugardaginn 1. október!

Við förum í fróðleiksferð...

... og þurfum þess vegna að loka bókasafninu kl. 16:00 í dag, miðvikudag. Það verður líka lokað á morgun fimmtudag og á föstudaginn en síðan mætum við hress og kát á laugardaginn 1. október kl. 11:00!
Lesa fréttina Við förum í fróðleiksferð...
Skoppað á bókasafnið!

Skoppað á bókasafnið

Skoppaðu á bókasafnið laugardaginn 24. september 2016 kl. 14:00-16:00 - Verið velkomin :-)
Lesa fréttina Skoppað á bókasafnið
Nú er opið á laugardögum!

Vetrarafgreiðslutími

Þegar dagarnir styttast og plúsgráðunum fækkar förum við aftur að hafa opið á laugardögum. Að öðru leiti er afgreiðslutíminn óbreyttur. Velkomin!
Lesa fréttina Vetrarafgreiðslutími
LM3200 komin í gagnið!

Nýjar sjálfsafgreiðsluvélar

Þann 16. ágúst síðastliðinn tókum við í gagnið nýjar og nútímalegar sjálfsafgreiðsluvélar. Þær eru af gerðinni LM3200 og búnar notendavænum Library Mate hugbúnaði. Gömlu vélarnar höfðu þjónað okkur vel í 10 ár og því kominn tími á ný og betri tæki. Fyrir ykkur, viðskiptavinir góðir, ætti breytingin ekki að hafa mikil áhrif nema til hins betra og útlán ættu að verða enn einfaldari og þægilegri. Ef eitthvað er óljóst hvetjum við ykkur til að bera upp spurningar og leita aðstoðar hjá okkur. Okkur þykir fátt skemmtilegra en að rétta fram hjálparhönd :-)
Lesa fréttina Nýjar sjálfsafgreiðsluvélar
Hamingjan er bókamarkaðurinn okkar :-)

Bókamarkaður í september

Frábæri bókamarkaðurinn okkar er kominn á fullt skrið og verður út september. Bækur - Tímarit - DVD - Fornrit - Ritsöfn - Allt á gjafaverði! - Komdu og gerðu góð kaup !!!
Lesa fréttina Bókamarkaður í september
Lestur er bestur!

Bókasafnsdagurinn 8. september

"Bókasafnsdagurinn 2016: Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins" verður haldinn 8. september. - Hér á Amtsbókasafninu verður gestum og gangandi boðin leiðsögn um hina ýmsu afkima safnsins og fólki gefinn kostur á að skoða hillur og ganga sem alla jafna eru lokuð almenningi. Við förum með hópa kl. 13:00, 15:00 og 17:00
Lesa fréttina Bókasafnsdagurinn 8. september
Nýtt púsl fyrir þitt gamla...!

Skipti-Púsla-Markaður

Viltu losna við gamla púslið og fá nýtt í staðinn? Tækifærið er núna! Laugardaginn 27. ágúst – Akureyrarvaka – verður skiptipúslamarkaður á Amtsbókasafninu milli kl. 13:00 og 17:00 Þú kemur með eitt, tvö eða þrjú púsl og tekur önnur í staðinn – Nú eða leggur bara þín gömlu púsl inn ef þú vilt ekki taka neitt í staðinn Ef þú vilt losna við púsl, hvort sem það er wasgij eða hefðbundið að þá byrjum við að taka á móti púslum frá og með mánudeginum 22. ágúst. En, athugið að skiptin fara eingöngu fram á Akureyrarvöku!
Lesa fréttina Skipti-Púsla-Markaður
Knipl

Kniplkonur kynna knipl

Kniplkonur á Akureyri ætla að kynna og sýna handverk sitt klukkan 13:00-16:00 fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. ágúst nk.
Lesa fréttina Kniplkonur kynna knipl
Þetta vilja börnin sjá í ágúst

Þetta vilja börnin sjá!

Í ágúst opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá! en þar verða sýndar myndskreytingar í íslenskum barnabókum eftir 20 myndlistarmenn sem gefnar voru út á árinu 2015.
Lesa fréttina Þetta vilja börnin sjá!
Orðlist í júlí

This is Ós - Þetta er Us

„We are Ós / Þetta er us“ Orðlistasýningin „We are Ós / Þetta er us“ er einn spennandi liður í því að fagna 100 ára kosningarétti kvenna á Íslandi í ár. Hugmyndin að baki sýningunni byggir á nýrri nálgun þar sem tungumál og bakgrunnur allra rithöfunda er velkomin; raddir sem ekki hafa áður heyrst í íslenskum bókmenntun. Á sýningunni gefur að líta brot eða fullunnin verk, eitt frá hverjum af þeim níu rithöfundum sem stofna Ós Pressuna. Þær koma frá Íslandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Skotlandi, Brasilíu og Kanada.
Lesa fréttina This is Ós - Þetta er Us
Jónsmessuvaka 2016

Jónsmessuvaka 23. júní

Okkar framlag til Jónsmessuvöku á Akureyrir er hinn hæfileikaríki Vilhjálmur Bergmann Bragason. - Hann les úr nýjum og eldri verkum í bland, t.d. nýja leikverkinu sem Nýræktarsjóður styrkir og síðan mun hann mögulega fara með einhver gamanmál og jafnvel tónlist - Við byrjum kl. 17:00 fimmtudaginn 23. júní og þið eruð öll velkomin :-)
Lesa fréttina Jónsmessuvaka 23. júní