Síðasta sögustund þar til í ágúst verður fimmtudaginn, 11. maí kl. 16:30 í barnadeild Amtsbókasafnsins.
Hólmfríður Björk Pétursdóttir, barnabókavörður, les bókina Freyja og Fróði eru lasin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Að lestri loknum verður gripið í liti og föndur.
Allir krakkar velkomnir í notalega sögustund á Amtsbókasafninu!
Sjáumst :)
Laugardaginn 13. maí kl. 13-15 verður viðburður fyrir börn hér í safninu, tengdur mæðradegi sem verður daginn eftir. Þá mun börnum standa til boða að útbúa blóma-bókamerki handa mæðrum sínum undir leiðsögn Svölu Hrannar Sveinsdóttur, bókavarðar. Viðburðurinn fer fram á kaffihúsi safnsins á 1. hæð. Tilvalið fyrir foreldra að fá sér kaffi á meðan börnin föndra. Verið velkomin - sjáumst á laugardaginn! :)
Þriðjudaginn 25. apríl fagnar Amtsbókasafnið á Akureyri 190 ára afmæli sínu. Af því tilefni mun opna sýning í safninu tileinkuð sögu þess. Allir eru velkomnir á opnunina sem verður kl. 14 á afmælisdeginum.
Saga Akureyrar e. Jón Hjaltason til sölu á safninu
Hvenær varð Akureyri að kaupstað? Hvaðan kemur nafnið Akureyri? Hvernig tengdust Danir KEA? Þessum spurningum er svarað í bókunum Saga Akureyrar eftir Jón Hjaltason, sem eru til sölu á Amtsbókasafninu. Saga Akureyrar eru eigulegar bækur sem er endalaust gaman að skoða - uppfullar af ljósmyndum og sannkölluð veisla fyrir áhugasama.
1.-5. bindi kosta 14.900 kr.
Stök bók kostar 3.900 kr.