Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Harry Potter, Hermione Granger og Ron Weasley í góðum gír.

Potterdagurinn mikli

Góðvinur barna, bókasafna (já og margra fullorðinna) sjálfur Harry Potter, á afmæli þann 31. júlí næstkomandi og verður þá 38 ára. Í tilefni dagsins verður pottþétt stuð á Amtsbókasafninu kl. 14:00-17:00.
Lesa fréttina Potterdagurinn mikli
Kanaríeyjar er vinsæll áfangastaður sóldýrkandi Íslendinga.

Alþjóðlegir þriðjudagar: Kanaríeyjar

Þriðjudaginn 26. júní kl. 17:00 mun Atamán Vega Vega, sem búsettur hefur verið hér á Akureyri um skeið, kynna heimaland sitt Kanaríeyjar.
Lesa fréttina Alþjóðlegir þriðjudagar: Kanaríeyjar
Notaleg samverustund framundan í Minjasafnsgarðinum.

Sögustund í Minjasafnsgarðinum

Amtsbókasafnið mun teygja út anga sína yfir í innbæinn sunnudaginn 24. júní kl. 9:00 í tilefni Jónsmessuhátíðar og Listasumars.
Lesa fréttina Sögustund í Minjasafnsgarðinum
Þjóðin er stolt þessa dagana og mikil gleði ríkir! Ísland á HM í knattspyrnu í fyrsta skipti! (mynd …

Hugleiðing: Holl hreyfing og fyrirmyndir

Nú þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu er hafið og íslensku karlarnir að hefja keppni í fyrsta skiptið, þá verður mér hugsað um holla hreyfingu og fyrirmyndir. Við sjáum „strákana okkar“ í öllum miðlum og verðum svo stolt. Krakkar líta upp til þeirra og halda með þeim, stæla útlit þeirra og landinn er allur á iði.
Lesa fréttina Hugleiðing: Holl hreyfing og fyrirmyndir
Hér má sjá mynddiskadeildina og matreiðslubækurnar. Eins og það hafi alltaf verið svona, er það ekki…

Hugleiðing: Breytingar - til hins betra?

Fyrir nokkru var ég að hugleiða um það sem gerðist á bak við tjöldin hjá okkur á safninu. En það gerist margt líka „framan við tjöldin“ – t.d. breytingar. Bókasafn er staður sem fólki á að líða vel á, hvort sem það kemur til að fá eitthvað lánað, lesa eitthvað á staðnum, vinna að einhverju, hitta fólk o.s.frv.
Lesa fréttina Hugleiðing: Breytingar - til hins betra?
Guðrún sækir efnivið sinn í sveitalífið. Bækur hennar eru þjóðlegar skemmtibókmenntir en um leið rau…

Kaffikviss: Hversu vel þekkir þú Guðrúnu frá Lundi?

Spurningakeppnin er öllum opin og um að gera að mæta og taka þátt enda um léttar og skemmtilegar spurningar að ræða fyrir þá sem þekkja vel til verka Guðrúnar eða sem eru nýbúnir að lesa Dalalíf. Kaffi og kleinur í boði.
Lesa fréttina Kaffikviss: Hversu vel þekkir þú Guðrúnu frá Lundi?
Góð þátttaka hefur verið á námskeiðinu undanfarin ár.

Sumarlestur - Akureyri, bærinn minn

Amtsbókasafnið, í samstafi við Minjasafnið á Akureyri, stendur fyrir lestrarnámskeiði í júní. Skráning hefst þann 28. maí.
Lesa fréttina Sumarlestur - Akureyri, bærinn minn
Guðrún fæddist í Lundi í Skagafirði þar sem hún bjó til ellefu ára aldurs og kenndi hún sig jafnan v…

Kona á skjön - Sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi

Opnun föstudaginn 8. júní kl. 14:00. Spurningakeppni eða kaffikviss í beinu framhaldi af opnun.
Lesa fréttina Kona á skjön - Sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi
Hefurðu velt því fyrir þér hvað gerist bak við tjöldin hjá hinum og þessum aðilum? Við hér á Amtsbók…

Bak við tjöldin: Hugleiðing

Hefur þú velt því fyrir þér hvað gerist á bak við tjöldin hjá starfsmönnum bókasafna? Eflaust er hægt að skrifa um það bækur og gera kvikmyndir, en við getum bara kíkt stuttlega á það hvað hið venjulega bókasafn . . . segjum . . . ja . . . já, segjum bara bókasafn eins og Amtsbókasafnið á Akureyri, hefur að geyma – bak við tjöldin.
Lesa fréttina Bak við tjöldin: Hugleiðing
Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Tenerife enda hefur eyjan verið vin…

Bókarkynning: Ævintýraeyjan Tenerife e. Snæfríði Ingadóttur

Pýramídar, regnskógur, náttúrulaugar... Fimmtudaginn 31. maí kl. 17:00 mun Snæfríður Ingadóttir fjalla um nýútkomna ferðahandbók sína, Ævintýraeyjan Tenerife.
Lesa fréttina Bókarkynning: Ævintýraeyjan Tenerife e. Snæfríði Ingadóttur
Útlönd eru nær en þig grunar!

Bókarkynning | Íbúðaskipti e. Snæfríði Ingadóttur

Allt sem þig langaði að vita um íbúðaskipti en þorðir ekki að spyrja að! Fimmtudaginn 15. maí kl. 17:00.
Lesa fréttina Bókarkynning | Íbúðaskipti e. Snæfríði Ingadóttur