Laugardaginn 20. október verða tvær sögustundir, á vegum Amtsbókasafnsins, í barnalauginni. Fyrri sögustundin fer fram kl. 14:30 og sú síðari kl. 15:30.
Hægt verður að glugga í bækurnar Lífsgildi eftir Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttur leikskólakennara, fimmtudaginn 4. október kl. 17-18. Bækurnar fjalla um lífsgildi og dygðir sem henta yngstu börnum leikskólans.
Skoppað á bókasafnið: Uppskeruhátíð sumarlestursins
Laugardaginn 29. september var haldin uppskeruhátíð sumarlestursins, Skoppað á bókasafnið. Alls tóku 105 börn þátt í sumarlestrinum í ár sem er 60% aukning frá því í fyrra.