Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Bókasafnið lokað 23.-24. september

Bókasafnið lokað 23.-24. september

Amtsbókasafnið verður lokað á fimmtudag og föstudag vegna þátttöku starfsfólks í Landsfundi Upplýsingar. Vetrarafgreiðslutíminn er þó búinn að taka gildi og því verður opið hjá okkur frá kl. 11-16 á laugardaginn. Sjáumst þá!
Lesa fréttina Bókasafnið lokað 23.-24. september
Sýningin Orð unga fólksins á Glerártorgi

Orð unga fólksins - sýning á Glerártorgi

Nú stendur yfir á Glerártorgi sýningin Orð unga fólksins – Ungskáld 2013-2021. Ungskáld er verkefni á Akureyri sem gengur út á að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á sýningunni eru þau verk sem unnið hafa til 1. verðlauna í Ungskáldasamkeppninni frá upphafi.
Lesa fréttina Orð unga fólksins - sýning á Glerártorgi
Hauststarfið hefst – Sögustund og handavinnuklúbburinn Hnotan

Hauststarfið hefst – Sögustund og handavinnuklúbburinn Hnotan

Hauststarfið er nú að hefjast á Amtsbókasafninu og í dag vakna tveir viðburðir úr dvala: Sögustundir og handavinnuklúbburinn Hnotan.
Lesa fréttina Hauststarfið hefst – Sögustund og handavinnuklúbburinn Hnotan
Ratleikurinn Úti er ævintýri hefst í Kjarnaskógi

Ratleikurinn Úti er ævintýri hefst í Kjarnaskógi

Ratleikurinn Úti er ævintýri opnar á Alþjóðadegi læsis, 8. september. Víðs vegar um Kjarnaskóg eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar.
Lesa fréttina Ratleikurinn Úti er ævintýri hefst í Kjarnaskógi
Opið fyrir umsóknir um dvöl í Davíðshúsi 2022

Opið fyrir umsóknir um dvöl í Davíðshúsi 2022

Langar þig að leggja stund á rit- eða fræðimannastörf í frískandi andrúmslofti norðan heiða? Þá gæti dvöl í rithöfunda- og fræðimannaíbúð á neðri hæð húss skáldsins frá Fagraskógi verið fyrir þig.
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir um dvöl í Davíðshúsi 2022
Haustverkin í garðinum með Jóhanni Thorarensen

Haustverkin í garðinum með Jóhanni Thorarensen

Miðvikudaginn 1. september mætir Jóhann Thorarensen á Amtsbókasafnið og fer yfir haustverkin í garðinum, með sérstakri áherslu á matjurtir.
Lesa fréttina Haustverkin í garðinum með Jóhanni Thorarensen
Bókagjafir velkomnar!

Bókagjafir velkomnar!

Ert þú að taka til í geymslunni og grynnka aðeins á þeim bókagersemum sem þar leynast? Við vekjum athygli á því að Amtsbókasafnið hefur hafið móttöku bókagjafa á ný.
Lesa fréttina Bókagjafir velkomnar!
Amtsbókasafnið er lokað 2. ágúst, Frídag verslunarmanna.

Lokað á Frídag verslunarmanna

Kæru safngestir. Amtsbókasafnið verður lokað mánudaginn 2. ágúst, Frídag verslunarmanna. Njótið dagsins og sjáumst á þriðjudaginn, þegar safnið verður opið frá kl. 8:15 – 19:00, eins og alla virka daga.
Lesa fréttina Lokað á Frídag verslunarmanna
Potterdagurinn mikli er í dag.

Potterdagurinn mikli - Ratleikur og spurningakeppni

Potterdagurinn mikli er í dag! Hér eru ratleikjablað fyrir daginn og hlekkur á spurningakeppni.
Lesa fréttina Potterdagurinn mikli - Ratleikur og spurningakeppni
Zine-smiðja á bókasafninu!

Zine-smiðja á bókasafninu!

Komdu og gerðu bókverk: Zine-smiðja á bókasafninu! Þann 5.ágúst verður zine smiðja á Amtsbókasafninu kl. 16:30. Á staðnum verða gömul tímarit, bækur, pappír, pennar, skæri, lím og allt tilheyrandi til þess að skapa lifandi og spennandi bókverk. Öllum þátttakendum býðst að gefa Amtsbókasafninu sitt zine og verða þau þá skráð á safninu og til útláns fyrir áhugasama. Þetta er frábært tækifæri til þess að taka þátt í starfi bókasafnsins með beinum hætti ásamt því að það er alltaf gaman að hittast og skapa.
Lesa fréttina Zine-smiðja á bókasafninu!
Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður

Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður

Akureyri - Hlutastarf Umsóknarfrestur: 18.07.2021 Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða barnabókavörð í 75% starf frá og með 1. ágúst 2021. Helstu verkefni eru: Þjónusta við börn og ungt fólk, s.s með sögustundum, sumarlestri og öðrum viðburðum. Samstarf við leik- og grunnskóla á Akureyri og aðra þá sem starfa með börnum og ungmennum. Samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki að lestrarhvetjandi verkefnum.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður