Föstudagsþraut : hvaða setning á við hvaða kvikmynd?
Fössari er slangur og það er fössari í dag. Getraun dagsins er einföld: Myndin hér fyrir neðan er samsett úr átta íslenskum kvikmyndum sem allar eru til útláns á Amtsbókasafninu ... auðvitað.
Þó svo að óveðrið hafi ekki verið eins mikið ó ó eins og gert var ráð fyrir, þá minnti það okkur samt á að stundum komumst við ekki af stað ... og hvað gera bókelskandi safngestir okkar þá?
Amtsbókasafnið lokað, a.m.k. fram að hádegi, 7. febrúar
Kæru safngestir! Almannavarnir eru að biðja fólk um að vera ekki á ferli mánudagsmorguninn 7. febrúar nk. vegna veðurs sem væntanlega mun koma hér yfir.
Nú viðrar aldeilis vel til snjókarlagerðar! Við hvetjum börn og fjölskyldur til þess að koma til okkar og búa til sinn eigin snjókarl á flötinni fyrir framan bókasafnið. Í boði verður að fá gulrótarnef í afgreiðslunni frá klukkan 14 í dag föstudag og á morgun laugardag.
Með endurbættum vef má sjá nýjungar. Hluti af þeim eru áætluð viðtöl við ýmsa aðila sem tengjast Akureyri og Amtsbókasafninu á einhvern hátt. Fyrstur til að ríða á vaðið er hinn ástsæli rithöfundur og leikari, Ævar Þór Benediktsson.
Fyrir flesta er eflaust nóg að rölta inn á Amtsbókasafnið, fara að nýju og/eða vinsælu bókunum, kiljunum, kvikmyndunum, tímaritunum, spilunum eða öðru ... og svo rölta út. En ... það er kannski ekki vitlaust að hlaupa yfir skipulagið hjá okkur.
Í kvöld voru afhent íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bækur gefnar út árið 2021. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum: flokki skáldsagna, fræðibóka og rita almenns efnis og barna- og ungmennabóka.