Ungmennadeild
Ungmennadeild Amtsbókasafnsins er á 1. hæð safnsins, við hliðina á Fantasíu- og teiknimyndasögudeild. Amtsbókasafnið leggur áherslu á að hafa gott og fjölbreytt úrval ungmennabóka á bæði íslensku og ensku. Í deildinni er lítið þemaborð þar sem reglulega eru fengnar að láni bækur úr öðrum safndeildum. Þar er einnig að finna hugmyndabanka og eru ungmenni hvött til þess að setja í kassann tillögur um viðburði og bækur sem þau vilja að safnið eignist.
19.04.2022 - 15:53
Lestrar 244