Bergrún Íris verður með tveggja daga námskeið fyrir 9-12 ára krakka á Amtsbókasafninu dagana 10. og 13. október. Á námskeiðinu læra krakkarnir að skrifa og myndlýsa smásögu.
Kæru safngestir! Nú er föstudagur og því ágætt að henda fram einni laufléttri fimm spurninga getraun. Og að þessu sinni tengist hún ungmennadeildinni okkar!
Athugulir safngestir taka eftir því að þegar gengið er í átt að afgreiðslu safnsins frá anddyrinu, á mótum gömlu byggingarinnar og nýbyggingarinnar, er sjónvarpsskjár á vesturveggnum. Þar má finna alls konar upplýsingar.
Vegna þess hversu ljómandi vel fatamarkaðurinn gekk á laugardaginn, þá hefur hann fengið að standa áfram. Enn er töluvert af flíkum til sem fólk getur tekið.