Kæru safngestir! Jólabækurnar halda áfram að koma inn og fara út ... til ykkar. Nýjar myndir, ný blöð, jólabækur, jólablöð, jólamyndir, jólaprjón ... viðburðir bætast svo við þetta (t.d. Alþjóðlega eldhúsið, þar sem 750 manns komu og smökkuðu mat frá 12 þjóðum!) og við viljum endilega að þið missið af sem minnstu ... eh, fyrirgefið, engu!
Föstudagur = fössari = þrautartími = ... þessi þraut sækir í gamalt og gott (ekki geymsluna okkar góðu með gullunum á 2. hæð), því hér er mynd frá lovefilm.com sem inniheldur 100 kvikmyndatitla. Mjög margir af þeim eru til í mynddiskadeild safnsins.
Kæru safngestir! Við erum stolt af starfsfólkinu okkar og fyrir skömmu var Aija Burdikova, bókavörður á Amtsbókasafninu, í viðtali þar sem hún sagði frá íslenskuklúbbnum sem er starfræktur hér á bókasafninu og einnig örlítið af sjálfri sér.
Kæru safngestir og velunnarar! Við vekjum athygli ykkar á því að á föstudegi setjum við fram nýja þraut og hún er einföld, eins og svo oft áður. Hér fylgir með mynd ... og um er að ræða nýja titla sem eru hluti af svokölluðu jólabókaflóði...
Kæru safngestir. Hrekkjavöku lokið og hin heimsfræga söngkona Mariah Carey segir að kominn sé tími til að hlusta á jólalög. Útvarpsstöðvar eru farnar að spila slík lög en ekki eru allir sáttir. Finnst þetta of snemmt. Breytir því ekki að Amtsbókasafnið hefur nú stillt upp jólabókum og -myndum!
Kæru velunnarar og allir! Það ku vera föstudagur og það þýðir margt. Til dæmis er kominn tími á skemmtilega þraut sem að þessu sinni tengist Hrekkjavökunni svokölluðu ... hrollvekjandi þraut sem sagt!
Kæru safngestir! Við ætlum að hafa opið hjá okkur lengur á þriðjudögum og fimmtudögum, frá 1. nóvember til og með 15. desember. Þessa daga verður opið 8:15-22:00!
Safnkostur Amtsbókasafnsins er fjölbreyttur og við erum alltaf að vinna í því að auka fjölbreytnina. Borðspilunum hjá okkur fjölgar stöðugt og vinsældir þeirra aukast.