Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
100 bestu

100 bestu barnabækurnar

Í tilefni af bókasafnsdeginum 17. apríl 2012 hefur verið birt veggspjald yfir 100 bestu barna- og unglingabækurnar sem starfsmenn bókasafnanna hafa valið. Margir tóku þátt í þessu vali og má segja að skipting á milli þýddra og frumsamdra bóka sé nokkuð jöfn. Þarna eru margar perlur, bæði gamlar og nýjar, og allar miklir gleðigjafar.
Lesa fréttina 100 bestu barnabækurnar
Eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum;

Amtsbókasafnið á afmæli í dag - 185 ára - hvorki meira né minna!

Amtsbókasafnið, elsta stofnun Akureyrar, á traustan sess í bæjarlífinu og hafa vinsældir þess aukist meðal ungra sem aldinna ár hvert. Safnið fylgist vel með nýjungum og það breytist í takt við tíðarandann en það mun halda áfram að bjóða gesti sína velkomna eftir besta megni, eins og alltaf, um ókomin ár.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið á afmæli í dag - 185 ára - hvorki meira né minna!
Lestur er bestur :-)

Alþjóðlegur dagur bókarinnar

Alþjóðlegur dagur bókarinnar er í dag 23.apríl - Dagurinn á að hvetja ungt fólk til þess að lesa og stunda yndislestur. Hann er einnig tileinkaður rithöfundum og útgefendum. 23. apríl er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness og dánardagur William Shakespeare.
Lesa fréttina Alþjóðlegur dagur bókarinnar
Lestur, mál og orðaforði

Yndislestur: lestur, mál og orðaforði

Barnabókasetur stendur fyrir opnum fræðslufundum um barnabækur og lestur barna. Næsti fundur verður haldinn á Amtsbókasafninu, mánudaginn 23. apríl kl. 17:00 Yndislestur : Guðmundur Engilbertsson, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri ræðir um lestur, mál og orðaforða. Amtskaffi opið - Allir velkomnir !
Lesa fréttina Yndislestur: lestur, mál og orðaforði
Víti í Vestmannaeyjum

Bókaverðlaun barnanna árið 2012 - Úrslit á Akureyri

Frumsamin íslensk barnabók sem fékk flest atkvæði var - Víti í Vestmannaeyjum en hún fékk 100 atkvæði. Þýdd barnabók sem fékk flest atkvæði var – Dagbók Kidda klaufa 3. Ekki í herinn! en hún fékk 113 atkvæði. Alls tóku 632 nemendur frá 8 skólum, þátt í valinu á barnabók ársins að þessu sinni.
Lesa fréttina Bókaverðlaun barnanna árið 2012 - Úrslit á Akureyri
Verðlaunahafi bregður á leik :-)

Bókasafnsdagurinn góði

Bókasafnsdagurinn var líflegur og við þökkum öllum kærlega fyrir komuna! Ýmis verkefni voru í gangi á bókasöfnum landsins í tilefni dagsins - Eitt þeirra var ljósmyndakeppni og svo skemmtlega vill til að verðlaunamyndin var tekin hér á safninu hjá okkur:-) Við óskum Baldvin Þey Péturssyni innilega til hamingu með sigurinn!
Lesa fréttina Bókasafnsdagurinn góði
Lestur er bestur!

Lestur er bestur!

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 söfnum víðs vegar um landið þriðjudaginn 17. apríl, 2012. Þetta er í annað sinn sem bókasöfn landsins standa fyrir þessum degi. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í landinu og um leið að vera dagur starfsfólks safnanna - Þema bókasafnsdagsins að þessu sinni er - Lestur er bestur!
Lesa fréttina Lestur er bestur!
Konur bera bók í bú...

Konur bera bók í bú...

Árslokatölfræðin er alltaf áhugaverð og hún gefur okkur góða mynd af starfseminni. Árið 2011 var heildarfjöldi útlána hjá okkur 216,591. Flest eru þau til einstaklinga eða alls 209,426. Það er greinilegt að það eru konurnar sem bera bók í bú, því 79% allra útlána fara á skírteini kvenna. Margir karlar eiga þó skírteini hjá okkur, en þeir eru 37% lánþega. Kynjamunurinn er þó að eitthvað að lagast og við bindum vonir við unga fólkið, en nýir lánþegar árið 2011 voru 58% konur og 42% karlar.
Lesa fréttina Konur bera bók í bú...
Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Afgreiðslutími um páska: Miðvikudagurinn 4. apríl - 10.00 - 19:00. Fimmtudagurinn 5. apríl (skírdagur) - Lokað. Föstudaginn 6. apríl (föstudagurinn langi) - Lokað. Laugardagurinn 7. apríl - Lokað. Sunnudagurinn 8. apríl (páskadagur) - Lokað. Mánudagurinn 9. apríl (annar í páskum) - Lokað. Þriðjudagurinn 10. apríl - 10:00 - 19:00
Lesa fréttina Gleðilega páska!
Maxímús Músíkús

Maxímús Músíkús

Maxímús Músíkús ætlar að heimsækja Amtsbókasafnið miðvikudaginn 4. apríl kl.16:00. Hallfríður Ólafsdóttir verður með kynningu á músinni kátu og segir frá ævintýrum hennar. Maxímús Músíkús er lítil mús sem villist inn í tónlistarhús þar sem sinfóníuhljómsveit er að hefja æfingu. Maxi fylgist með æfingunni, lærir eitt og annað um hljóðfæri og gefst að lokum tækifæri til að hlusta á tónleika innan um prúðbúna tónleikagesti. Sagan af Maxímús er skrifuð af Hallfríði Ólafsdóttur, 1.flautuleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands, og myndirnar teiknaði starfsbróðir hennar í hljómsveitinni, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari
Lesa fréttina Maxímús Músíkús
Í vestur...

,,Á slóðum vestur Íslendinga í Manitoba“ Kynningarfundur 31. mars

Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, heldur erindi í máli og myndum um kynni sín af áhugaverðu fólki af íslenskum ættum í Manitoba í Kanada. Einnig mun Almar Grímsson fv. forseti ÞFÍ kynna starfsemi og hlutverk Þjóðræknisfélagsins. Kvennakór Akureyrar mun syngja í upphafi fundarins. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum http://inl.is/
Lesa fréttina ,,Á slóðum vestur Íslendinga í Manitoba“ Kynningarfundur 31. mars