Eins og þið hafið öll tekið eftir, þá eru miklar framkvæmdir í gangi hjá okkur á Amtinu. Gluggamálin verða kláruð á næstu dögum (teygjanlegur tímarammi ... ) en það er margt sem hægt er að gera á meðan þær framkvæmdir eru í gangi. Nú hafa til dæmis öll tímaritin sem voru uppi á 2. hæð verið flutt niður á 1. hæð.
Kæru safngestir. Við erum að velta fyrir okkur einni hugmynd að breytingum á uppröðun safnsins. Hún felst í stuttu máli í því að færa barnadeildina niður á neðri hæð safnsins í suðurendann þar sem nú er lestrarsalur á bak við glervegg.
Sýningin "Til þín - frá mér" hefur nú verið sett upp í sýningaraðstöðu Amtsbókasafnsins. Þetta eru verk úr Listasmiðju fyrir börn 8 12 ára þar sem eingöngu er unnið með endurnýtt hráefni. Innblástur við verkefnið er afmæli Akureyrarbæjar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og afraksturinnn mjög skemmtilegur!
Kæru safngestir! Eins og þið hafið tekið eftir, þá er verið að skipta um rúður á austurhlið safnsins okkar yndislega. Eðlilega þá fylgir því smá oggu pínku ponsu hávaði og við biðjumst velvirðingar á því. Um þessar mundir er t.d. ekki mikið (lesist: lítið sem ekkert!) næði á lestrarsalnum.
Ísland, farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir,
hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld.
Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningu þeim vinnustað Akureyrarbæjar sem stæði sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.
Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu, sem m.a. skilaði sveitarfélaginu í annað sæti í heildarstigakeppni sveitarfélaga. Íþróttaráð hyggst veita leikskólanum Pálmholti, Síðuskóla og Amtsbókasafninu viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2012.
Sumarlesturinn fer vel af stað. Amtsbókasafnið og Minjasafnið standa fyrir lestrarhvetjandi sumarnámskeiðum fyrir börn úr 3. og 4. bekk á hverju sumri. Í sumar eru hóparnir okkar stútfullir af skemmtilegum krökkum sem lesa, læra um bæinn okkar og sögu hans og hafa að sjálfsögðu gaman saman:-)
22. júní -2. júlí verður sýning á verkum úr Listasmiðju barna, 8 12 ára, þar sem eingöngu er unnið með endurnýtt hráefni.
Innblástur við verkefnið er afmæli Akureyrarbæjar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og afraksturinnn mjög skemmtilegur!
Listasmiðjan er með aðstöðu í Punktinum Rósenborg og leiðbeinendur eru listafólkið George Hollanders, Sharka Mrnakova og Eygló Antonsdóttir.
Það kennir ýmissa grasa á tímaritamarkaðnum okkar - Fjöldi íslenskra og erlendra tímarita, sum hver innbundin í fallegt band - Og ekki er verðið slæmt, einungis 20 kr. - Kíktu endilega á úrvalið!
Málverkið, Bókahillan eftir Grétu Berg er nú til sýnis á Amtsbókasafninu -
Tilurð þeirrar myndar er ég sýni hér er tilviljunarkennd.
Ég var stödd hjá vinkonu og var að horfa fjarrænt á bókaskápinn hennar þar sem bækur voru í röð og einnig lagðar lárétt frá sér í stafla. Þá sá ég þessa mynd út úr staflanum...