Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sjón er sögu ríkari!

Allskonar fyrir augað :

Það er alltaf margt að sjá á Amtinu - Í sumar sýna nokkrir listamenn verk sín hjá okkur - Sjón er sögu ríkari!
Lesa fréttina Allskonar fyrir augað :
Tímaritin eru komin niður á 1. hæð!

Tímaritin öll komin á 1. hæð!

Eins og þið hafið öll tekið eftir, þá eru miklar framkvæmdir í gangi hjá okkur á Amtinu. Gluggamálin verða kláruð á næstu dögum (teygjanlegur tímarammi ... ) en það er margt sem hægt er að gera á meðan þær framkvæmdir eru í gangi. Nú hafa til dæmis öll tímaritin sem voru uppi á 2. hæð verið flutt niður á 1. hæð.
Lesa fréttina Tímaritin öll komin á 1. hæð!
Svona var barna- og unglingadeildin 2002 hjá okkur

Börnin niður, vinnuaðstaða (lestrarsalur) upp?

Kæru safngestir. Við erum að velta fyrir okkur einni hugmynd að breytingum á uppröðun safnsins. Hún felst í stuttu máli í því að færa barnadeildina niður á neðri hæð safnsins í suðurendann þar sem nú er lestrarsalur á bak við glervegg.
Lesa fréttina Börnin niður, vinnuaðstaða (lestrarsalur) upp?
Til þín - frá mér

Til þín - frá mér

Sýningin "Til þín - frá mér" hefur nú verið sett upp í sýningaraðstöðu Amtsbókasafnsins. Þetta eru verk úr Listasmiðju fyrir börn 8 – 12 ára þar sem eingöngu er unnið með endurnýtt hráefni. Innblástur við verkefnið er afmæli Akureyrarbæjar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og afraksturinnn mjög skemmtilegur!
Lesa fréttina Til þín - frá mér
Afsakið hávaðann

Afsakið hávaðann

Kæru safngestir! Eins og þið hafið tekið eftir, þá er verið að skipta um rúður á austurhlið safnsins okkar yndislega. Eðlilega þá fylgir því smá oggu pínku ponsu hávaði og við biðjumst velvirðingar á því. Um þessar mundir er t.d. ekki mikið (lesist: lítið sem ekkert!) næði á lestrarsalnum.
Lesa fréttina Afsakið hávaðann
Það er kominn 17. júní!

Gleðilega þjóðhátíð!

Ísland, farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir, hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld.
Lesa fréttina Gleðilega þjóðhátíð!
Við erum alltaf á hjólum :-)

Það borgar sig að hjóla í vinnuna!

Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningu þeim vinnustað Akureyrarbæjar sem stæði sig best í átakinu Hjólað í vinnuna. Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu, sem m.a. skilaði sveitarfélaginu í annað sæti í heildarstigakeppni sveitarfélaga. Íþróttaráð hyggst veita leikskólanum Pálmholti, Síðuskóla og Amtsbókasafninu viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2012.
Lesa fréttina Það borgar sig að hjóla í vinnuna!
Sumar bækur eru sumarbækur :-)

Sumarlestur 2012

Sumarlesturinn fer vel af stað. Amtsbókasafnið og Minjasafnið standa fyrir lestrarhvetjandi sumarnámskeiðum fyrir börn úr 3. og 4. bekk á hverju sumri. Í sumar eru hóparnir okkar stútfullir af skemmtilegum krökkum sem lesa, læra um bæinn okkar og sögu hans og hafa að sjálfsögðu gaman saman:-)
Lesa fréttina Sumarlestur 2012
Til þín - Frá mér :-)

Til þín - Frá mér

22. júní -2. júlí verður sýning á verkum úr Listasmiðju barna, 8 – 12 ára, þar sem eingöngu er unnið með endurnýtt hráefni. Innblástur við verkefnið er afmæli Akureyrarbæjar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og afraksturinnn mjög skemmtilegur! Listasmiðjan er með aðstöðu í Punktinum Rósenborg og leiðbeinendur eru listafólkið George Hollanders, Sharka Mrnakova og Eygló Antonsdóttir.
Lesa fréttina Til þín - Frá mér
Tímarit til sölu!

Tímarit til sölu!

Það kennir ýmissa grasa á tímaritamarkaðnum okkar - Fjöldi íslenskra og erlendra tímarita, sum hver innbundin í fallegt band - Og ekki er verðið slæmt, einungis 20 kr. - Kíktu endilega á úrvalið!
Lesa fréttina Tímarit til sölu!
Bókahillan

Bókahillan

Málverkið, Bókahillan eftir Grétu Berg er nú til sýnis á Amtsbókasafninu - „Tilurð þeirrar myndar er ég sýni hér er tilviljunarkennd. Ég var stödd hjá vinkonu og var að horfa fjarrænt á bókaskápinn hennar þar sem bækur voru í röð og einnig lagðar lárétt frá sér í stafla. Þá sá ég þessa mynd út úr staflanum...“
Lesa fréttina Bókahillan