Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Uppheimar

Afmælisgjöf frá Uppheimum

Í tilefni af 150 ára afmælis Akureyrarbæjar hefur bókaforlagið Uppheimar fært Amtsbókasafninu höfðinglega gjöf sem samanstendur af bókum sem starfsmenn safnsins fengu að velja úr útgáfu Uppheima. Aðstandendur Uppheima eru að norðan og bera hlýjar taugar til Akureyrar. Þeim fannst því tilvalið að gleðja gömlu góðu Akureyri og íbúa hennar með því að gefa Amtbókasafninu úrval góðra bóka. Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir og lánþegar okkar munu njóta góðs af.
Lesa fréttina Afmælisgjöf frá Uppheimum
Fyrsta hjálp í akureyrskum bókmenntum

Afmæliskortagerð og fyrsta hjálp í akureyrskum bókmenntum

Afmæliskortagerð á Amstbókasafninu 1. september kl. 10:00-13:00 Það verður föndurstund á Amtsbókasafninu þar sem áhugasömum gefst kostur á að föndra fallegt afmæliskort til afmælisbarnsins Akureyrar. Kortin verða öll hluti af sýningu í safninu í lok árs. Fyrsta hjálp í Akureyskum bókmenntum 1. september 15:00-18:00 Starfsólk Amtsbókasafnsins tekur að sér að veita bæjarbúum innsýn í bókmenntir sem tengjast Akureyri fyrr og nú með því að lesa úr þeim valda kafla. Hægt er að koma og fara eins og hvern lystir og staldra við eins lengi og hugurinn girnist. Upplesturinn verður í tjaldi í göngugötunni, fyrir neðan Skátagilið kl. 15:00-18:00 Fólkið í kaupstaðnum 1. september kl. 10:00 – 13:00 Afmælissýning Héraðsskjalasafnsin tekur fyrir íbúa Akureyrar árið 1862 og gerir þeim skil í ættfræði og skjölum. Einnig gefst tækifæri til að athuga hvort að ættingjar leynast meðal þessara fyrstu kaupstaðarbúa, sem reyndar voru 290 manns. Skjalaverðir aðstoða við leit ættfræðiupplýsinga. Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa fréttina Afmæliskortagerð og fyrsta hjálp í akureyrskum bókmenntum
Og ljóðin - ljóðin eru stjarnkerfi...

Ljóðaganga í kvöld

Ljóðaganga - Í afmælisgöngunni fimmtudaginn 30. ágúst verður gengið um slóðir Akureyrarskáldanna. Akureyri hefur stundum verið nefndur “Skáldabærinn" vegna fjölda eldri og yngri skálda sem alið hafa manninn hér í bæ. Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar verður farið í ljóðagöngu um brekkuna og heilsað upp á skáldin sem þar bjuggu og lesið úr ljóðum þeirra. Lagt verður af stað frá planinu sunnan við Amtsbókasafnið kl. 20 og göngunni lýkur við Sigurhæðir.
Lesa fréttina Ljóðaganga í kvöld
Til hamingju með afmælið!

Hún lengi lifi...!!!

Við erum í afmælisskapi og ætlum í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar að bjóða gestum okkar upp á hin ýmsu fríðindi...: bolsíur tónlist kvikmyndir sektir bókasafnsskírteini ljósrit tölvuaðgang Já, allt frítt :-) Sjáumst hress og kát á 150 ára afmælisdaginn!
Lesa fréttina Hún lengi lifi...!!!
Akureyri 1862

Fólkið í kaupstaðnum

Föstudaginn 24. ágúst verður opnuð sýning á Héraðsskjalasafninu, Brekkugötu 17 og ber hún nafnið - Fólkið í kaupstaðnum. Þar eru teknir fyrir íbúar bæjarins og þeim gerð skil í ættfræði og skjölum. Þeir sem vilja rekja ættir sínar til þessa fólksins sem bjó í kaupstaðnum 1862 geta beðið um aðstoð hjá skjalavörðum. Sýningin verður opin til 24. september kl. 10:00-19:00 á virkum dögum.
Lesa fréttina Fólkið í kaupstaðnum
Bláskjár...

Áfangar

Það hafa verið miklar framkvæmdir og tilfæringar hjá okkur í sumar – Bækur og hillur hafa ferðast milli staða og hæða á meðan nýtt gler var sett í alla austurhlið hússins. Ýmsir efnisflokkar hafa fengið nýtt heimili og hillur sem áður stóðu þversum eru nú langsum – Fræðirit sem voru á 1. hæð hafa verið flutt upp á 2. hæð og tímaritin sem voru uppi eru nú komin niður o.fl. o.fl.
Lesa fréttina Áfangar
Af alúð bæ mótið...

Afmæliskort til Akureyrar

Einstaklingar, fyrirtæki, félög, hópar eða samtök : Langar ykkur að senda Akureyri kveðju í tilefni 150 ára afmælisins? Við bendum öllum vinum Akureyrar, bæði nær og fjær, á að senda má Akureyri afmælikveðju í tilefni tímamótanna. - Við fögnum hverri kveðju en mest gaman er að fá heimagerð kort með persónulegri kveðju! Senda kortið stílað á Amtsbókasafnið á Akureyri - Brekkugötu 17 - 600 Akureyri - eða komið með kortið og stingið því í rauða afmæliskorta-póstkassann sem staðsettur er í anddyri Amtsbókasafnsins. Kortin verða síðan öll sett upp á sýningu í lok árs!
Lesa fréttina Afmæliskort til Akureyrar
Nýtt - Nýtt - Nýtt

Nýtt á vefnum okkar

Brot af því ferskasta sem fer í útlán hjá okkur birtist nú hér á vefnum okkar - Hér til hægri skiptast á kápumyndir nýrra bóka sem hægt er að smella á og fá nánari upplýsingar um hverja bók fyrir sig - Fylgstu með - Lífið er alltaf betra með góðri bók :-)
Lesa fréttina Nýtt á vefnum okkar
Gleðilegt lestrarsumar!

Sumarið er tíminn!

Sumarið er tíminn til að lesa allar bækurnar sem við höfum alltaf ætlað að lesa en ekki gefið okkur tíma til...!
Lesa fréttina Sumarið er tíminn!
Bækur á 50 kr.

Eitthvað fyrir alla!

Við erum að grisja og seljum afskráðar bækur á 50 kr. - Barnabækur - Unglingabækur - Fullorðinsbækur - Tilvalið að uppfæra bókahilluna í sumarbústaðnum eða á baðherberginu eða bara bæta við nokkrum gullmolum í einkasafnið!
Lesa fréttina Eitthvað fyrir alla!
Allt í plús

Allt í plús

Samsýningin ALLT + varð upphaflega til í samstarfi Myndlistarfélagsins á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar og hét þá Hér, þar og allstaðar, síðan til styttingar Alltið og að lokum ALLT (í) PLÚS.Hér, þar og allsstaðar samanstendur af fjölda einkasýninga undir einum hatti „út um allt“ á Akureyri. Formleg opnun var 23. júní og sýningar standa út Akureyrarvöku, eða til mánudagsins 3. september.
Lesa fréttina Allt í plús