Afmælisgjöf frá Uppheimum
Í tilefni af 150 ára afmælis Akureyrarbæjar hefur bókaforlagið Uppheimar fært Amtsbókasafninu höfðinglega gjöf sem samanstendur af bókum sem starfsmenn safnsins fengu að velja úr útgáfu Uppheima. Aðstandendur Uppheima eru að norðan og bera hlýjar taugar til Akureyrar. Þeim fannst því tilvalið að gleðja gömlu góðu Akureyri og íbúa hennar með því að gefa Amtbókasafninu úrval góðra bóka. Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir og lánþegar okkar munu njóta góðs af.
01.09.2012 - 08:39
Lestrar 487