Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Prjónakarfa Amtsbókaormsins

Viltu prjóna með okkur einstakan Amtsbókaorm?

Við erum byrjuð að prjóna einstakan Amtsbókaorm og viljum gjarnan fá aðstoð frá ykkur, kæru viðskiptavinir – Karfa með prjónum og hnyklum er hjá sófanum í handverksbókunum og við hvetjum alla til að prjóna nokkrar lykkjur – Við gerum okkur vonir um að Amtsbókaormurinn okkar verði bæði langur og litfagur þannig að ef þið eigið garnafganga er ykkur velkomið að leggja ykkar hnykla í körfuna líka :-)
Lesa fréttina Viltu prjóna með okkur einstakan Amtsbókaorm?
Nýjasta nýtt...!

Nú er gaman!

Hið margfræga jólabókaflóð er nú að hefjast og nýjar bækur streyma inn. Þær fjúka að sjálfsögðu út um leið og við sleppum þeim í útlán. Þær allra nýjustu eru lánaðar í 10 daga þannig að fólk þurfi ekki að bíða allt of lengi eftir spennandi bókum. Ef fólk vill tryggja sér eintak er vissara að panta frátekt og þá þjónustu veitum við fúslega gegn vægu gjaldi. Öllum nýjum bókum er stillt upp á sérmerktri hillu á 1. hæðinni.
Lesa fréttina Nú er gaman!
Bókaormar í barnadeild :-)

Barnadeildin orðin aldeilis fín!

Barnadeildin okkar hefur gengið í gegnum miklar breytingar nú í haust. Allar hillur, bækur, blöð og bangsar voru flutt niður á 1. hæð og undanfarið hefur uppröðun og skipulag verið í mótun. Núna sér fyrir endann á þessu hjá okkur og allt að verða komið á sinn stað. Vetrarstarfið er komið í fullan gang með sögustundum, leikskólaheimsóknum, bangsadögum o.fl. o.fl. Við bjóðum alla bókaorma, stóra og smáa, hjartanlega velkomna og viljum gjarnan heyra hvað ykkur finnst um nýja umhverfið
Lesa fréttina Barnadeildin orðin aldeilis fín!
Haust á Amtinu

Opið á laugardögum í vetur

Haustið er komið og við breytum afgreiðslutímanum - Auk þess að vera með opið alla virka daga kl. 10:00-19:00 verður nú einnig opið alla laugardaga kl. 11:00-16:00 - Velkomin á bókasafnið :-)
Lesa fréttina Opið á laugardögum í vetur
Lesum blöðin saman á fimmtudögum!

Let´s read the papers - Lesum blöðin saman

Do you want to read the Icelandic newspapers and understand what’s going on in Akureyri - Iceland? Akureyri Municipal Library invites you to come and read the newspapers under the guidance of a librarian. We will look in the newspapers and discuss what's going on every Thursday at 5pm!
Lesa fréttina Let´s read the papers - Lesum blöðin saman
Tækifæriskort

Tækifæriskort

Guðný Stefánsdóttir hefur nú sett upp sýningu á tækifæriskortum sem hún hefur unnið sjálf á undanförnum árum. Sýningin stendur út október.
Lesa fréttina Tækifæriskort
Opinn aðgangur að Snara.is

Snara.is

Við höfum nú opnað fyrir aðgang að vefbókasafninu Snöru - Snara er safn orðabóka og annarra uppflettirita sem viðskiptavinir okkar geta nýtt sé að vild hér innan veggja safnsins – Aðgangur er ókeypis og gildir bæði í okkar tölvum og í fartölvum gesta okkar. Snara hentar öllum hvort heldur sem er námsmönnum, skrifstofufólki, fræðimönnum, grúskurum, textagerðafólki, þýðendum eða öðrum. Snara geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í 22 orðabókum og uppflettiritum þannig að það er um að gera að prófa! Slóðin er www.snara.is
Lesa fréttina Snara.is
Skoppaðu á bókasafnið!

Skoppaðu á bókasafnið á laugardaginn!

Margt verður til skemmtunar: - Verðlaun í happdrættinu, Skoppað á bókasafnið - Myndataka – eins og Hr. Skoppi - Málað og litað á færibandið - Kynning á nýjum bókum - Búningahornið verður á sínum stað - Rím á vegg - Hvað rímar við skoppar? - Rím um bækur, t.d. bók er betri en kók! - Hoppað í París - Veitingar - Við hvetjum alla krakka sem tóku þátt í Skoppaðu á bókasafnið að koma og hafa gaman saman! Hlökkum til að sjá ykkur :-) Herdís Anna, barnabókavörður og starfsfólk Amtsbókasafnsins.
Lesa fréttina Skoppaðu á bókasafnið á laugardaginn!
Litla lundapysjan

Sögustund

Fyrsta sögustund haustsins er fimmtudaginn 20.september, kl. 16:15. Við lesum bókina, Litla lundapysjan eftir Hilmar Högnason. Sögupokinn góði verður á sínum stað og svo gerum við bókamerki. Hlakka til að sjá ykkur öll :-) Herdís Anna, barnabókavörður
Lesa fréttina Sögustund
100 bestu í Hofi

100 bestu í Hofi

Amtsbókasafnið og Hof hafa nú sett upp bókahillu sem notuð verður til að sýna bækur af ýmsu tagi í vetur. Amtsbókasafnið valdi í maí 2011 alls 100 íslenskar bækur sem allir verða að lesa. Núna hefur þeim verið stillt upp á nýrri bókahillu í Hofi og munu þær standa þar út september.
Lesa fréttina 100 bestu í Hofi
Bók í bandi

Bók í bandi

Vikuna 3.-7. september verður ,,Bók í bandi” á Amtsbókasafninu. Tilefnið er alþjóðadagur læsis 8. september. Við tökum fram nokkrar bækur og hengjum upp, gestum okkar til fróðleiks og gleði. Bækurnar má lesa á staðnum eða fá lánaðar heim og við hvetjum lánþegana til að velja bækur og setja í bandið í stað þeirra sem teknar eru að láni. Það er lítill vandi að finna bók í bandi :-)
Lesa fréttina Bók í bandi