Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Gummi fer á veiðar með afa

Bókakynning í barnadeild í dag

Dagbjört Ásgeirsdóttir kynnir bók sína, Gummi fer á veiðar með afa, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 16:15. Gummi vissi ekki að sæskrímsli væru til, en hann kemst að því þegar hann fer á grásleppuveiðar með afa sínum. Þetta er fyrsta bókin í bókaröðinni um þá félaga Gumma og Rebba. Rebbi, yrðlingurinn, er besti vinur Gumma. Saman lenda þeir í spennandi og stundum hættulegum ævintýrum í sveitinni hjá afa og ömmu.
Lesa fréttina Bókakynning í barnadeild í dag
Elly

Elly

Margrét Blöndal les úr bók sinni um Ellý Vilhjálms Hér segir hún ævisögu Ellyjar Vilhjálms og leitar víða fanga eftir heimildum. Hér er sögð heillandi saga af konu sem bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga. Saga konu sem aldrei gafst upp og var sjálfstæð til síðasta dags. Hver var hún, þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum og vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk forboðið snákablóð og smyglaði sögufrægum apa til Íslands?
Lesa fréttina Elly
Vampýrur í blíðu og stríðu

Vampýrur í blíðu og stríðu

21. nóvember kl. 17:00 – Úlfhildur Dagsdóttir fjallar um vampýrur í blíðu og stríðu - Forboðnar ástir, erótík og hryllingur. Fjallað verður um ólíkar birtingarmyndir vampýrunnar, með áherslu á bókmenntir og kvikmyndir síðustu tveggja alda, eða svo. Vampýran hefur löngum verið fulltrúi forboðinna ásta og ókennilegrar erótíkur, en jafnframt þekkt sem eitt helsta og banvænasta skrýmsli hrollvekjunnar. Á síðari árum hafa komið fram skáldsögur og kvikmyndir (og sjónvarpsþættir) sem sýna vampýruna í nokkuð nýju ljósi, með aukinni áherslu á ástir og erótík, en hverfandi áherslu á hrylling.
Lesa fréttina Vampýrur í blíðu og stríðu
Fyrir Lísu - Steinunn Sigurðardóttir

Fyrir Lísu

19. nóvember kl. 17:00 – Steinunn Sigurðardóttir les úr bók sinni Fyrir Lísu - Fyrir Lísu er ellefta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur. Bókin er sjálfstætt framhald af skáldsögunni Jójó sem fór sigurför í fyrra, hlaut verðlaun bóksala og einróma lof gagnrýnenda, full hús af stjörnum, og sérlega hlýjar undirtektir lesenda. Illugi Jökulsson skrifaði á bloggið sitt: “Það er ekki á hverjum degi sem gamall hundingi er beinlínis þakklátur fyrir að hafa lesið bók.”
Lesa fréttina Fyrir Lísu
Upplestur, fróðleikur og notalegheit

Notalegt í nóvember

Í nóvember fáum við til okkar þrjár magnaðar konur sem ætla að miðla af þekkingu sinni og skáldskap. Steinunn Sigurðardóttir kemur 19. nóvember og les úr bók sinni "Fyrir Lísu" - Úlfhildur Dagsdóttir kemur 21. nóvember og fjallar um vampýrur og ólíkar birtingarmyndir þeirra í bókmenntum og kvikmyndum - Margrét Blöndal kemur síðan 26. nóvember og les úr bók sinni um Elly Vilhjálms. Allir viðburðirnir hefjast kl. 17:00 og eru öllum opnir. Amtskaffi Ilmur verður með heitt á könnunni.
Lesa fréttina Notalegt í nóvember
Iðavellir og Naustaskóli í heimsókn

Skólahópar í heimsókn

Það var einstaklega gaman að opna safnið í dag - Yfir 100 gestir streymdu inn - Stór hópur úr Naustaskóla og annar minni hópur frá Iðavöllum - Takk fyrir komuna öll sömul og velkomin aftur :-)
Lesa fréttina Skólahópar í heimsókn
Við stofnun Barnabókaseturs í febrúar 2012

Lestrarhátíð og málþing um barnabókmenntir

Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, stendur fyrir málþinginu YNDISLESTUR - aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri. Málþingið verður föstudaginn 16. nóvember í Háskólanum á Akureyri á Degi íslenskrar tungu og afmælisdegi hins ástsæla barnabókahöfundar Jóns Sveinssonar, Nonna. Laugardaginn 17. nóvember bjóða Barnabókasetur ásamt menningarhúsinu Hofi til lestrarhátíðar í Hofi kl. 13:00-16:00. Rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum og rifja upp bernskulestur sinn. Einnig verður Eymundsson á Akureyri með kynningu á nýjum og vinsælum barnabækum.
Lesa fréttina Lestrarhátíð og málþing um barnabókmenntir
Fyrirmyndar lánþegi með bækur í poka!

Bækur og bleyta eiga ekki vel saman

Bækur og annað safnefni þolir illa kulda, raka og bleytu. Það er því ekki æskilegt að geyma bækur eða geisladiska í bílnum á köldum vetrardögum. Við mælum líka eindreigið með því að nota poka undir bækurnar ef það er úrkoma og éljagangur. Það eru fleiri sem fá lánað á eftir þér:-)
Lesa fréttina Bækur og bleyta eiga ekki vel saman
100 bestu í Hofi

Bestu barnabækurnar í Hofi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt. Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. - Í nóvember er þemað; 100 bestu barnabækurnar, en á bókasafnsdeginum árið 2012 tók Amtsbókasafnið saman lista yfir hundrað barna- og unglingabækur sem hafa verið í uppáhaldi hjá starfsfólki bókasafna víðsvegar um landið.
Lesa fréttina Bestu barnabækurnar í Hofi
Gersemar til sölu á gjafverði!

Bókamarkaður

Það má finna bæði gull og gersemar í formi gamalla bóka, blaða, kvikmynda og hljómdiska á markaðnum hjá okkur í nóvember. Við bætum reglulega á borðið - Sjón er sögu ríkari!
Lesa fréttina Bókamarkaður
Afmæliskort til Akureyrar

Nú fer hver að verða síðastur...

...að senda afmælisdömunni Akureyri afmæliskort! Við hvetjum alla til þess að óska Akureyri til hamingju með afmælið og fá um leið tækifæri til þess að vera með í sýningu á afmæliskortum sem bænum hafa borist undanfarna mánuði
Lesa fréttina Nú fer hver að verða síðastur...