Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Nýting persónuafsláttar - nýtt vinnulag

Nýir starfsmenn og þeir sem vilja breyta nýtingu persónuafsláttar þurfa að fylla út eyðublaðið nýting persónuafsláttar og senda á netfangið personuafslattur@akureyri.is. Einnig má prenta eyðublaðið út og skila útfylltu til þjónustuanddyri Ráðhúss.
Lesa fréttina Nýting persónuafsláttar - nýtt vinnulag

Launaseðlar eingöngu rafrænir, minni pappírsnotkun og meiri sparnaður

Frá og með 1. maí 2016 verður eingöngu hægt að nálgast launaseðla hjá Akureyrarbæ rafrænt á starfsmannavef bæjarins www.eg.akureyri.is.
Lesa fréttina Launaseðlar eingöngu rafrænir, minni pappírsnotkun og meiri sparnaður
Ný páskakrónika komin út

Ný páskakrónika komin út

Ný og páskaleg Krónika er komin út!!!!
Lesa fréttina Ný páskakrónika komin út
Stórfsmenn í Oddeyrarskóla taka á móti Lífshlaupsbikarnum

Úrslit í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í lífshlaupinu

Vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í lífshlaupinu fór fram í annað sinn nú í febrúar þar sem 16 lið tóku þátt.
Lesa fréttina Úrslit í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í lífshlaupinu

Forsölutilboð á gamanleikinn Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson

Hvað gerist þegar sex konur slá upp afmælisveislu á vinnutíma, engri venjulegri veislu? Flóðgáttir opnast og í gamni og alvöru, gleði og söng segja þær sögur sínar. Meðan starfsfólk saumastofunnar ýmist segir og ekki síst syngur sögur sínar bregða hinar persónur leikritsins sér í gerfi til að leika söguna sem verið er að segja hverju sinni. Inn í gamanið blandast svo umræðan um hlutverk kvenna í samfélaginu. Þetta er efnið sem Freyvangsleikhúsið sníður úr á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, sem með leikritinu steig fram á kraftmikinn hátt sem leikskáld, ásamt því að leikstýra fyrstu uppfærslunni og semja lögin og söngtextana í verkinu. Leikritið og lögin slógu í gegn og urðu sýningarnar yfir 200 á þremur árum hjá Leikfélagi Reykjavíkur en síðan þá hefur leikritið verið sett upp víða um land við frábærar undirtektir.
Lesa fréttina Forsölutilboð á gamanleikinn Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson

Glærurnar frá kynningunni á starfsmatinu

Glærurnar frá því á kynningunni um starfsmatið eru nú aðgengilegar í starfsmannahandbókinni. Starfsmatskerfið er greiningartæki sem er notað til að meta með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsmanna. Kerfið byggir á hlutlægum viðmiðum sem notuð eru til að bera saman störf í samræmi við þær kröfur sem í störfunum felast, óháð hæfni þeirra sem þau vinna.
Lesa fréttina Glærurnar frá kynningunni á starfsmatinu

Tilboð fyrir starfsfólk vegna árshátíðar Akureyrarbæjar

Abaco Heilsulind býður starfsfólki Akureyarbæjar eftirfarandi tilboð vegna árshátiðar bæjarins.
Lesa fréttina Tilboð fyrir starfsfólk vegna árshátíðar Akureyrarbæjar

Fræðsludagur Öldrunarheimila Akureyrar

Frelsi til að lifa óháð heilsufari og búsetu
Lesa fréttina Fræðsludagur Öldrunarheimila Akureyrar