Tilboð á leiksýninguna: Ég var einu sinni frægur
Silfurtunglið býður vinnustöðum Akureyrarbæjar hópafslátt á sýninguna: Ég var einu sinni frægur. Og býður miðann á 2000 krónur fyrir stóra hópa.
Stórleikararnir Þráinn Karlsson, Gestur Einar og Alli Bergdal leika sig sjálfa; gamla bitra geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir. Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri til Kanarí sem fer algjörlega úr böndunum. Leikararnir nota sögur úr eigin reynslu, Gestur Einar þolir ekki Gogga úr Stellu í Orlofi, Alli Bergdal þolir ekki Skralla trúð og Þráinn Karlsson þolir ekki þegar fólk segir við hann; mikið líturðu vel út!
25.10.2012 - 13:29
Lestrar 348