Af fingrum fram - Björgvin Halldórsson og Jón Ólafsson
11. október kl. 20:30
Þessi spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar hefur gengið fyrir fullu húsi í Salnum síðastliðna þrjá vetur og nú
gefst Norðanmönnum tækifæri til að kynna sér herlegheitin.
Sjálfur Björgvin Halldórsson er gestur Jóns þetta kvöldið en hann hefur verið einn okkar fremsti söngvari um árabil. Hér munu
kraftballöður og kómískar sögur verða altumlykjandi því gestgjafinn kann manna best að ná mönnum á flug. Með þeim
verða Jón Elvar Hafsteinsson á gítar og Friðrik Sturluson á bassa.
Boðið er upp á sérstök kjör til starfsmannfélaga og hópa á tónleikana, 600 kr afsláttur af almennu miðaverði sem er 3.900
kr.
Nánari upplýsingar og bókanir í miðasölu Hofs s. 450 1000 og midasala@menningarhus.is.