Bleikur föstudagur!
Bleikur föstudagur! Október er mánuður bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum
hjá konum. Af því tilefni biður Krabbameinsfélag Íslands alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 12. október eða
hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.
Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár - ekki síst á vinnustöðum og skólum þar sem fjöldinn allur hefur
brugðið á leik. Keppnir hafa verið haldnar um skemmtilegasta klæðaburðinn, flottustu bleiku kræsingarnar og ýmislegt annað. Við hvetjum
fólk til að njóta dagsins saman og vekja um leið athygli á árveknisátakinu. Ef ykkur vantar bleikar vörur eða hugmyndir að bleikum degi, bendum
við á síðuna www.krabb.is Hægt er að senda myndir á laila@krabb.is eða
setja inn á http://www.facebook.com/bleikaslaufan.
Starfsfólk Akureyrarbæjar er hvatt til að taka deginum létt og klæðast bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini
hjá konum!