Félagsliðabrú - nám á vegum SÍMEY
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður upp á námið félagsliðabrú eftir áramótin. Félagsliðabrú er ætluð fólki sem vinnur við umönnun, t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu, grunnskóla, eða við heimahlynningu. Þetta er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar 8 einingar á hverri önn. Þeir sem hafa lokið félagsliðabrú fá starfsheitið ,,félagsliði".
14.12.2012 - 13:12
Lestrar 466