Glærur frá nýliðafræðslunni sem haldin var í október 2012 eru aðgengilegar á vefnum
Í mannauðsstefnu Akureyrarbæjar segir: Til þess að tryggja starfsánægju starfsmanna sinna ætlar Akureyrarbær að taka vel á
móti nýju starfsfólki með því að allt nýtt fastráðið starfsfólk fari á nýliðanámskeið þar sem
það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum."
Reglulega er boðið upp á nýliðafræðslu en slík fræðsla á að standa öllum nýjum starfsmönnum Akureyrarbæjar
til boða innan árs frá því að þeir hefja störf. Námskeiðin fara fram á vinnutíma starfsmanna eins og kjarasamningar kveða
á um, en ella eiga starfsmenn rétt á launum á meðan á námskeiði stendur.
Markmiðið með nýliðafræðslu er að þátttakendur kynnist mismunandi starfsemi hjá Akureyrarbæ og fái innsýn inn í
hin ýmsu mál sem snerta starfsmenn Akureyrarbæjar, beint og óbeint.