Vertu ástfanginn af lífinu
Heilsuráð Akureyrarbæjar stóð fyrir fyrirlestri með Þorgrími Þráinssyni rithöfundi og lífskúnster í Brekkuskóla í gær. Mætinginn á fyrirlesturinn var mjög góð þar sem 115 starfsmenn Akureyrarbæjar mættu.
Fyrirlesturinn hét Vertu ástfanginn af lífinu og fjallaði Þorgrímur meðal annars um að það er ekki sjálfgefið að ná frábærum árangri í lífinu því flest okkar sofna í þægindahringnum og óttinn við að mistakast heldur sumum okkar frá því að láta draumana rætast. Lífið er núna, hvert augnablik er dýrmætt og það skiptir máli að setja sér markmið, gera góðverk, hrósa og vinna litla sigra alla daga og vera þannig besta útgáfan af sjálfum sér.
30.04.2015 - 14:59
Lestrar 387