Edda Björgvinsdóttir, ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, býður til veislu í Menningarhúsinu Hofi dagana 24. og 25.
apríl.
Starfsfólki AKureyrarbæjar býðst að kaupa miða á kr. 4.100 (800 kr. afsláttur). Miðasala er í Menningarhúsinu Hofi.
Edda lítur yfir farinn veg og ferilinn; væntingar, vonbrigði, ástir og örlög leikkonu á besta aldri. Lofað er stórkostlegri skemmtun, þar
sem Eddan okkar fer á kostum, ásamt úrvalsleikurunum, Gunnari Hanssyni og Bergþóri Pálssyni. Handrit er eftir Björk Jakobsdóttur og Eddu
Björgvinsdóttur. Leikstjórn er í höndum Gunnars Helgasonar.