Þriðjudaginn 5. mars hefst starfslokanámskeið á vegum Akureyrarbæjar. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að
undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu.
Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.
Samstarfsaðilar: Akureyrarbær, Sjúkrahúsið á Akureyri, Norðurorka, Kjölur og Eining Iðja.
Staðsetning: Lionssalur á 4. hæð í Skipagötu 14.
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
Þriðjudagur 5. mars
16.30 Inngangur um námskeiðið: Ingunn Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri starfsþróunar hjá Akureyrarbæ.
16.35Lífeyrisþegar og
Almannatryggingar: Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
17.15 Kaffi
17.30 Réttindi hjá stéttarfélögum eftir að starfi lýkur: Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju.
17.45 Punkturinn: Bergljót Jónasdóttir, forstöðumaður
tómstundamála í Rósenborg.
18.00 Andlegar og félagslegar hliðar þess
að hætta að vinna: Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
Fimmtudagur 7. mars
16.30 Kynning á sjálfboðaliðastarfi Rauða krossins á Akureyri: Hörður Ólafsson sjálfboðaliði og fyrrverandi
skólastjóri Lundarskóla.
16.50 Kynning á starfi Félags eldri borgara: Jóhannes Sigvaldason formaður Félags eldri borgara á Akureyri.
17.15 Kaffi
17.30 Forvarnir: Meredith Cricco öldrunarlæknir.
18.00 Félagsstarf aldraðra á vegum Akureyrarbæjar: Anna
Marit Níelsdóttir félagsráðgjafi á búsetudeild Akureyrarbæjar
Þriðjudagur 12. mars
16.30 Lífeyrismálin:
17.45 Kaffi
18:00 Áhrif markvissrar þjálfunar á
heilsufar: Þóra Guðný Baldursdóttir Sjúkraþjálfari á Bjargi.