Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Listakonur

Listakonur

Lífið er list – Listin er lífið... Í desember er þemað; Listakonur Konum í myndlist er aldrei nægilega hampað og hér er safn bóka sem sýnir listakonur í allri sinni dýrð. Flestar eru íslenskar en nokkrar eru erlendar, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera hæfileikaríkir og merkir myndlistarmenn.
Lesa fréttina Listakonur
Þín eigin goðsaga

Þín eigin goðsaga

Ævar Þór Benediktsson kemur í heimsókn til okkar föstudaginn 27. nóvember klukkan 16:30 og kynnir bókina sína Þín eigin goðsaga - Bókin er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Þín eigin þjóðsaga sem hlaut bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin sem besta íslenska barnabókin. Þín eigin goðsaga er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur norrænu goðafræðinnar og ævintýrin eru við hvert fótmál. Þú getur lent í bardaga við hræðilegar ófreskjur, orðið vitni að upphafi heimsins, flogið í vagni með þrumuguðinum Þór og reynt að lifa af ragnarök – allt eftir því hvað þú velur. Yfir 50 ólíkir endar!
Lesa fréttina Þín eigin goðsaga
Blundar skáld í þér?

Blundar skáld í þér?

Ertu á aldrinum 16 til 25 ára? Finnst þér gaman að skrifa ljóð? Semja leikrit eða sögur?
Lesa fréttina Blundar skáld í þér?
Stiginn gæddur lífi

Stiginn gæddur lífi

Í dag var aðeins lífgað upp á bókasafnið hjá okkur.
Lesa fréttina Stiginn gæddur lífi
Uppáhalds bangsinn okkar

Bangsasögur

Í Október er bangsamánuður. Og þá eru sagðar bangsasögur.
Lesa fréttina Bangsasögur
Kaktus bókasafn

Bækur í Kaktus

Næstkomandi laugardag verður bókasafnið í Kaktus opið ! Nú höfum við lánað úrval listaverkabóka til bókasafns Kaktus til viðbótar við myndasögusafnið sem þau fengu áður. Kaktus ætlar að bjóða upp á nýtt úrval bóka mánaðarlega. Sama gildir um þessar bækur eins og teiknimyndasögurnar að þær eru ekki ætlaðar til útláns heldur til þess að lesa á staðnum. Verið velkomin að kíkja í Kaktus- lesa og skoða!
Lesa fréttina Bækur í Kaktus
Andri Snær Magnason

Ungskáld 2015

Skapandi skrif // Skapandi hugsun - Andri Snær Magnason rithöfundur verður með námskeið í skapandi skrifum og skapandi hugsun fyrir 18 - 25 ára. Námskeiðið er hluti af samkeppni sem er samvinnuverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmenna-Hússins upplýsinga- og menningramiðstöðvar í Rósenborg, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings. Námskeiðið kostar ekki neitt en takmarkað sætaframboð!
Lesa fréttina Ungskáld 2015
Chat in Icelandic

Icelandic Chatting Group

SPJALLHÓPUR FYRIR ÚTLENDINGA SEM VILJA BÆTA SIG Í ÍSLENSKU - ICELANDIC CHATTING GROUP ON WEDNESDAYS - AT PUBLIC LIBRARY, CAFETERIA - 16.30-17.30 - FREE OF CHARGE
Lesa fréttina Icelandic Chatting Group

Ofurkonur

Skaltu það muna, vesæll maður … að kona hefur barið þig! Í október er þemað; Kvenhetjur. Heillandi, kaldlyndar, ógnvekjandi, klókar, lífshættulegar, yfirnáttúrulegar og óútreiknanlegar Haft hefur verið á orði að á bak við hverja ofurhetju sé aðgerðalítil kona – Þetta er ekki allskostar rétt og hér má sjá úrval vísindaskáldsagna og teiknimyndasagna sem sýna konur í hlutverki aðalsöguhetju. Storm, Psylocke, Jean Grey, Dazzler, Black Widow, Wonder Woman, Rogue, Catwoman, Emma Frost, Harley Quinn, Raven, Zatanna, Erza Scarlet, Asuna, Rias Gremory, Sinon, Katniss Everdeen, Sookie Stackhouse, Zoe, svo að nokkur nöfn séu nefnd!
Lesa fréttina Ofurkonur
NÁLA riddarasaga

Nála riddarasaga

Amtsbókasafnið á Akureyri fagnar komu sýningarinnar Nálu-riddarasögu nú í október. Formleg opnun 2. október og sögustund laugardaginn 3. október. Allir hjartanlega velkomnir! - Nála-riddarasaga eftir Evu Þengilsdóttur kom út hjá Sölku í lok árs 2014 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er óður til íslensks menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Innblástur sótti höfundur í íslenskt handverk og sagnahefð.
Lesa fréttina Nála riddarasaga
Það er gaman að lesa

Aðstoð við íslensku fyrir skólakrakka

Lions klúbburinn Ylfa á Akureyri vann sl. vetur að því að aðstoða nemendur, sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, við heimalestur. Þær ætla að halda áfram þessu góða starfi og hafa fengið aðstöðu á Amtsbókasafninu. Þær verða hér á þriðjudögum frá 16:30 – 17:30 og aðstoða nemendur í 1. – 3. bekk við heimalestur.
Lesa fréttina Aðstoð við íslensku fyrir skólakrakka