Nú er öllum börnum velkomið að taka þátt í ratleik um sýninguna Tíðarandi í teikningum sem nú stendur yfir í safninu. Við hvetjum foreldra, ömmur, afa, frænkur, frænda eða eldri systkini til þess að taka þátt í ratleiknum með barninu.
Sýningin Tíðarandi í teikningum stendur nú yfir á Amtsbókasafninu og mun prýða sýningarrýmið út febrúar. Á sýningunni eru frumrit myndverka sem listamenn hafa unnið fyrir íslenskar námsbækur allt frá því fyrir stofnun lýðveldisins.
Miðvikudaginn 8. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna. Gaman er að segja frá því að Amtsbókasafnið fékk styrk til kaupa á snjalltækjum til notkunar í verkefninu Snillismiðjan. Amtsbókasafnið þakkar kærlega fyrir sig.
Við minnum á að Rafbókasafnið er alltaf opið. Það eina sem þarf til er:- Sími eða spjaldtölva- Appið Overdrive eða Libby- Gilt bókasafnsskírteini- Pin númer (það sama og notað er í sjálfsafgreiðsluvélarnar)Nánari upplýsingar má finna hér: http://bit.ly/32kuQIl