Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
það þekkja margir Kugg. Ef ekki, þá má finna bækur um hann í barnadeild Amtsbókasafnsins.

Ný sýning: Kunnuglegar fígúrur

Ýmsar skemmtilegar og kunnulegar fígúrur prýða nú sýningarrými Amtsbókasafnsins í tilefni Barnamenningarhátíðar. Um er að ræða sögupersónur sem voru smíðaðar af krökkum á sumarlestrarnámskeiði Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins sem haldið var síðasta sumar.
Lesa fréttina Ný sýning: Kunnuglegar fígúrur
Það borgar sig að hlusta á Amtið.

Nýr þáttur af Amtinu: Nýjar ungmennabækur

Hrönn Björgvinsdóttir, deildarstjóri ungmennadeildar Amtsbókasafnsins fjallaði um nokkrar ferskar og spennandi ungmennabækur í nýjum þætti af Amtinu.
Lesa fréttina Nýr þáttur af Amtinu: Nýjar ungmennabækur
Gleðilega páska!

Pantanir í pásu yfir páskana

Um páskana förum við í smá páskafrí. Ekki verður því unnið úr pöntunum á næstu dögum. Við hlökkum til að heyra aftur frá ykkur frá og með þriðjudeginum 6. apríl. Gleðilega páska!
Lesa fréttina Pantanir í pásu yfir páskana
Nú er einnig hægt að fá rós að láni á Amtsbókasafninu.

Sýningarrýmið í mars: Útlán á rósum

Í mars mun Kristján Breki Björnsson, fulltrúi Ungmennahúss, flytja gjörning í sýningarrými Amtsbókasafnsins.
Lesa fréttina Sýningarrýmið í mars: Útlán á rósum
Mynd af efni úr skylduskilum. Mikilvægt er að ganga vel frá öllu efni sem varðveitt verður um ókomin…

Gögn úr skylduskilum aðgengileg á ný

Í kjölfar nýjustu tilslakanna eru gögn úr skylduskilum aðgengileg á ný. Sem fyrr eru varðveislueintök ekki lánuð út úr húsi. Viðskiptavinir geta þó fengið afnot af skylduskilum innanhúss, gegn framvísun bókasafnsskírteinis.
Lesa fréttina Gögn úr skylduskilum aðgengileg á ný
Hin fræga innrás bjarna á Sikiley- Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri

Hin fræga innrás bjarna á Sikiley- Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri

Laugardaginn 27. febrúar kl. 13 verður kvikmyndin Hin fræga innrás bjarna á Sikiley / La fameuse invasion des ours en Sicile (eftir Lorenzo Mattotti) sýnd á Amtsbókasafninu. Um er að ræða dásamlega og hjartnæma kvikmynd fyrir börn.
Lesa fréttina Hin fræga innrás bjarna á Sikiley- Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri
Mynd af barni lesa inni á bókasafninu.

Vetrarfrí á Amtsbókasafninu

Grunnskólabörn eru innilega velkomin á Amtsbókasafnið í vetrarfríum grunnskólanna sem fer fram dagana 18.-19. febrúar.
Lesa fréttina Vetrarfrí á Amtsbókasafninu
Dvd spilari gæti verið góð hugmynd ef þú átt hann ekki til nú þegar.

Allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán!

Amtsbókasafnið býður mikinn fjölda mynda, nýjar og gamlar, og á mörgum tungumálum. Sú skemmtilega breyting hefur orðið á að nú eru allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán.
Lesa fréttina Allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán!
Mynd af þeim bókum sem lesnar verða í fyrstu sögustund ársins.
Lesum, litum og gerum veturinn notal…

Fyrsta sögustund ársins

Verður fimmtudaginn 21. janúar kl. 16:30. Fríða barnabókavörður les bækurnar Fuglaflipp og Litla snareðlan sem gat. Öll börn velkomin.
Lesa fréttina Fyrsta sögustund ársins
Stundum er betra heima setið!

Nýtt þema í dvd deild safnsins: Vinsælustu myndir Amtsins!

Hefur þú velt því fyrir þér hvaða mynd hefur farið oftast í útlán hjá Amtsbókasafninu? Við minnum á að hér er ókeypis að fá mynddiska að láni.
Lesa fréttina Nýtt þema í dvd deild safnsins: Vinsælustu myndir Amtsins!
Þessi eru sko spennt fyrir topplista Landskerfa!

Vinsælustu bækur Amtsbókasafnsins árið 2020

Það er alltaf jafn spennandi að fylgjast með topplistum Landskerfa bókasafna yfir vinsælustu bækurnar. Sjáðu hverjar voru vinsælustu bækur Amtsbókasafnsins í fyrra með því að smella á frétt.
Lesa fréttina Vinsælustu bækur Amtsbókasafnsins árið 2020