Í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kanada verður sýningin Inuit Qaujimajatuqangit opnuð á Amtsbókasafninu, miðvikudaginn 1. júní frá 16–18. Á opnuninni verða bókagjafir og sýningin er opin öllum.
Kæru safngestir. Amtsbókasafnið er lokað í dag, uppstigningardag, en við opnum auðvitað á morgun, föstudaginn 27. maí kl. 8:15 eins og venjulega. Eigið góðan dag og sjáumst hress á morgun!
Það er föstudagur og sólin skín með smá skýjum, alltaf besta veðrið hér. Nú er tími fyrir smá föstudagsþraut og hún tengist sýningunni flottu sem er í gangi hjá okkur núna.