Tónlistardeild Amtsbókasafnsins: breytingar

Tímarnir breytast og deildirnar með ... segir máltækið.

Nú hefur tónlistardeildinni á Amtsbókasafninu verið breytt, þannig að nokkur hundruð geisladiskar hafa verið fluttir upp á 2. hæð, í það sem er kallað Geymsla 1. Þetta eru flestallt diskar með sígildri tónlist en einnig má finna þarna kvikmyndatónlist, þjóðlega tónlist og fleira. Listi yfir þá flokka sem fluttir voru er á þeim stað þar sem geisladiskarnir voru á 1. hæð. Þeir geisladiskar sem eru enn á 1. hæðinni eru dægurtónlistin (innlend og erlend), safnefni (Pottþétt diskar t.d.), blandað efni (slökunartónlist, Tvíhöfði ...) og raftónlist. -- Nú inniheldur einn rekki eingöngu nýja geisladiska (með grænum límmiðum til aðgreiningar) og er þar að finna nýja tónlist úr ÖLLUM flokkum.

Vonandi mælast þessar breytingar vel fyrir og ég hlakka til að sjá og heyra viðbrögð ykkar.
             Doddi (Þorsteinn G. Jónsson)



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan