Við sláum hvergi slöku við hér á Amtsbókasafninu og höldum áfram kynningu á bókum og málefnum. Föstudaginn 23. nóvember kl 17:15 fáum við myndarlegan upplestur og fræðslu um mikilvægt málefni.
Karl E. Gunnarsson mun koma og lesa upp úr þremur þýðingum sínum:
- Nornin í Portobello e. Paulo Coelho
- Yacoubian-byggingin e. Alaa Al Aswany
- Stiklað á stóru um næstum allt e. Bill Bryson
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands segir frá starfsemi safnsins og þjónustu við blinda, sjónskerta, lesblinda og aðra þá sem geta ekki fært sér prentað letur í nyt.
--------
Algjörlega troðfullur upplestur úr frábærum bókum og mjög fróðlegur fyrirlestur. Áætlað er að dagskráin taki um 45 mínútur, og fólk má endilega koma og spyrja Karl og Þóru spjörunum úr.