Því jólin eru að koma ... - Einungis níu dagar til jóla!

Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré, hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé...Það má vel merkja það á flestum stöðum í bænum að jólin nálgast óðfluga. Amtsbókasafnið er engin undantekning. Nú um helgina var haldin jólasögustund fyrir börnin og má sjá t.d. myndir úr henni undir Barnastarfi (bæði undir Myndir og Sögustundir) hér til vinstri.

Jólatónlist ómar vært í afgreiðslunni og jólasveinarnir sitja á bókahillum hér og þar, sem og á flestum tölvum í húsinu. Jólaljósin skína og við vonum svo sannarlega að safngestir finni fyrir jólaandanum um leið og stigið er inn í húsið.

Sérstakur kassi með jólabókum til útláns hefur verið útbúinn. Jólabarnamyndir hafa verið settar sér saman. Jólatónlist á geisladiskum er fáanleg.

Þá er vert að ítreka afgreiðslutíma safnsins yfir hátíðirnar:
   Mánudagur 22. desember: 10:00-19:00
   Þriðjudagur 23. desember: 10:00-19:00
   Miðvikudagur 24. desember, aðfangadagur: LOKAÐ
   Fimmtudagur 25. desember, jóladagur: LOKAÐ
   Föstudagur 26. desember, annar í jólum: LOKAÐ
   Laugardagur 27. desember: 10:00-15:00
   Mánudagur 29. desember: 10:00-19:00
   Þriðjudagur 30. desember: 10:00-19:00
   Miðvikudagur 31. desember, gamlársdagur: LOKAÐ
   Fimmtudagur 1. janúar 2004, nýársdagur: LOKAÐ
   Föstudagur 2. janúar 2004: 10:00-19:00
   ...

Skammtímalánsbókum sem teknar eru dagana 15.-19. desember skal skilað 29. desember.
Skammtímalánsbókum sem teknar eru dagana 22.-23. desember skal skilað 2. janúar 2004.
Myndböndum og -diskum sem tekin eru dagana 22.-23. og 27. desember skal skilað 29. desember.
Myndböndum og -diskum sem tekin eru dagana 29.-30. desember skal skilað 2. janúar 2004.
Geisladiskum með tónlist og margmiðlunarefni, sem teknir eru 17.-19. desember, skal skilað 2. janúar 2004.

Að öðru leyti fara útlán fram eins og venjulega.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan