Sýningin \"Þetta vilja börnin sjá\"

Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum. Myndskreytarnir keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm. Dómnefnd velur eina bók og er vinninghafinn í ár Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Sýningin er í andyri bókasafnsins og stendur til 28.ágúst.

25 myndskreytar taka þátt í sýningunni í ár: Anna Cynthia Leplar, Anna Þóra Árnadóttir, Ágúst Bjarnason, Áslaug Jónsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Björk Bjarkadóttir, Brian Pilkington, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Erla Sigurðardóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Halldór Ásgrímur Elvarsson, Halldór Baldursson, Karl Jóhann Jónsson, Katrín J. Óskarsdóttir, Kristinn G. Jóhannson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Margrét Laxness, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Sigríður Ásdís Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Stephen Fairbairn, Þorgerður Jörundsdóttir, Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Heiðardóttir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan