Barnabókasetur var stofnað á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 4. febrúar.
Að undirbúningi standa Háskólinn á Akureyri, Minjasafnið og Amtsbókasafnið. Að setrinu standa einnig Rit höfundasambandið, SÍUNG – samtök barna og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum og fleiri.
Samhliða stofnun Barnabókaseturs var opnuð sýningin: Yndislestur æsku minnar. Hún samanstendur af myndum af þekktu fólki að lesa minnisstæða barnabók og hugleiðingum þeirra um bókina og hvers vegna hún var í uppáhaldi.