Daglega kemur nýtt efni í útlánadeildina, hvort sem um er að ræða bækur, blöð, tónlist, kvikmyndir, teiknimyndasögur eða annað. Pantanalistarnir eftir jólin eru orðnir mun styttri og því biðin eftir vinsælustu bókunum ekki jafn löng. Það ætti því að vera léttur leikur að rölta á Amtsbókasafnið og geta tekið með sér eitthvað nýtt efni. Til dæmis þetta:
The Beaver (2011) - kvikmynd sem Jodie Foster
leikstýrir og leikur í. Meðal annarra leikenda eru til dæmis hinn umdeildi Mel Gibson (Braveheart snilldin er auðvitað á tilboði þennan
mánuðinn) og ein af allra vinsælustu ungstjörnunum í dag, Jennifer Lawrence (sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir ári síðan fyrir
hlutverk sitt í Winter's Bone, sem Amtsbókasafnið vissulega á).
Söngvakeppni
Sjónvarpsins 2012 - geisladiskur með öllum lögunum sem tóku þátt í undankeppninni íslensku árið 2012. Einn diskur,
fimmtán lög, einn sigurvegari sem keppir fyrir Íslands hönd í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva... bara gaman.
Kekkaishi - teiknimyndasöguflokkur sem fjallar um
unglinginn Yoshimori Sumimura, sem er "kekkaishi", djöflaveiðimaður með galdrakrafta.