Í kjölfar glæsilegs júlímánaðar hvað varðar útlán og aðsókn hjá Amtsbókasafninu, þá kom góður ágúst. Og vert er að minna á að stöðugt koma nýjar bækur inn í safnkostinn og mánaðarlega bætast við nýir titlar í mynddiskaflóruna okkar. Til dæmis þessar myndir:
Frozen River
Gæðamynd sem hlaut tvær útnefningar til Óskarsverðlauna, m.a. fyrir bestan leik í aðalhlutverki kvenna. Melissa Leo fer á kostum í aðalhlutverkinu.
How to Lose Friends & Alienate People
Skemmtileg gamanmynd með Simon Pegg, þeim sem sló svo eftirminnilega í gegn í Shaun of the Dead. Myndin fjallar um breskan rithöfund sem á erfitt með að fóta sig í nýrri vinnu hjá glamúrtímariti í New York. Með önnur hlutverk fara t.d. Kirsten Dunst, Megan Fox og Jeff Bridges.
The Wrestler
Darren Aronofsky hefur gert myndir á borð við Requiem For a Dream og Pi. Hér kemur hann með snilldarmynd um gamlan fjölbragðaglímukappa sem á í persónulegum erfiðleikum og gengur erfiðlega að tengjast dóttur sinni. Mickey Rourke fer á kostum í aðalhlutverkinu og var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.
Þetta eru bara þrjár myndir sem eru nýkomnar inn. Aðrar myndir sem mætti nefna: gamanmyndin Sex Drive, þrillerinn The International, Marvel-teiknimyndin Next Avengers, gamanmyndin Ghost Town .... o.fl. o.fl.
Við hlökkum til að sjá þig í vetur og munið að myndum sem eru teknar á fimmtudegi eða föstudegi á ekki að skila fyrr en á mánudegi! (munið að það er opið á laugardögum líka í vetur).