Hamsun - sýning

Stundum hefur því verið haldið fram að enginn erlendur rithöfundur hafi haft meiri áhrif á íslenskar nútímabókmenntir en Knut Hamsun. Tólf bækur eftir Knut Hamsun hafa verið þýddar á íslensku og orðið vinsælar og dáðar, s.s. Sultur, Gróður jarðar, Benoní og Rósa og Pan, svo að fáeinar séu nefndar. Kvikmyndir sem byggjast á bókum Hamsuns hafa sömuleiðis notið vinsælda meðal Íslendinga.

Þann 4. ágúst nk. eru liðin 150 ár frá fæðingu rithöfundarins Knut Hamsuns sem af mörgum er talinn mesta skáld Norðmanna en hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1920. Í tilefni þess verður mikið um hátíðahöld á árinu í Noregi og annars staðar - meðal annars á Íslandi.

Sýningar á bókum Hamsuns og ljósmyndasýningin Pan eru til 17. maí á 2.hæð  Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Nánari upplýsingar um Hamsun er að finna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.noregur.is/icelandic/events/Hamsun+Island.htm

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan