Almennings og skólabókasöfn landsins veita verðlaun hvert ár fyrir tvær barnabækur, aðra frumsamda og hina erlenda. 6-12 ára börn velja bækurnar og fer valið fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land á vormánuðum.
Úrslit verða kynnt á aðalsafni Borgarbókasafns á sumardaginn fyrsta, 19. apríl.
Hér á Akureyri má að skila atkvæðum fyrir 30. mars, á bókasöfn grunnskólanna eða á Amtsbókasafninu.