Fimmtudaginn 1. nóvember nk. kl. 17:15 munu Björn Þorláksson og Þórarinn Torfason lesa upp úr verkum sínum á Amtsbókasafninu. Þórarinn mun lesa úr m.a. óbirtu ljóðahandriti og Björn úr óútgefnu handriti að nýrri skáldsögu.
Höfundar munu einnig gefa gestum tækifæri á að spyrja sig spjörunum úr, varðandi verkin þeirra.